| Sf. Gutt
Christian Poulsen má fara frá Liverpool ef marka má orð umboðsmanns hans. Staðarblaðið Liverpool Daily Post greinir frá þessu og vitnar í Jorn Bonnesen umboðsmann danska landsliðsmannsins.
,,Liverpool hefur gefið út að ekki sé víst að Christian fái að spila jafn mikið og hann vill. Þeir segjast hafa skilning á því að við séum að reyna að finna nýtt félag handa Christian. Félög hafa sýnt áhuga og við erum að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi."
Christian Poulsen hefur ekki verið í liðshópi Liverpool í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Hann spilaði eitthvað af æfingaleikjunum og skoraði fyrsta mark sumarsins þegar Liverpool vann kínverska liðið Guangdong 4:3.
Christian Poulsen kom til Liverpool fyrir einu ári þegar hann var keyptur frá Juventus. Það má telja mjög líklegt að hann verði farinn frá Liverpool þegar lokar fyrir félagaskipti þegar ágúst rennur sitt skeið. Hann hefur getið sér gott orð í Þýskalandi, Spáni og Ítalíu svo það er örugglega áhugi á Dananum einhvers staðar.
TIL BAKA
Sá danski má fara!

,,Liverpool hefur gefið út að ekki sé víst að Christian fái að spila jafn mikið og hann vill. Þeir segjast hafa skilning á því að við séum að reyna að finna nýtt félag handa Christian. Félög hafa sýnt áhuga og við erum að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi."
Christian Poulsen hefur ekki verið í liðshópi Liverpool í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Hann spilaði eitthvað af æfingaleikjunum og skoraði fyrsta mark sumarsins þegar Liverpool vann kínverska liðið Guangdong 4:3.
Christian Poulsen kom til Liverpool fyrir einu ári þegar hann var keyptur frá Juventus. Það má telja mjög líklegt að hann verði farinn frá Liverpool þegar lokar fyrir félagaskipti þegar ágúst rennur sitt skeið. Hann hefur getið sér gott orð í Þýskalandi, Spáni og Ítalíu svo það er örugglega áhugi á Dananum einhvers staðar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan