| Sf. Gutt
TIL BAKA
Christian skipaður landsliðsfyrirliði
Christian Poulsen hefur verið skipaður fyrirliði danska landsliðsins. Morten Olsen landsliðsþjálfari ákvað að gera Christian að fyrirliða og mun hann leiða danska landsliðið í fyrsta sinn, sem opinber fyrirliði, annað kvöld gegn Íslendingum á Parken.
Christian hefur leikið 77 landsleiki og skorað sex mörk þannig að hann er með reyndari mönnum í liðinu. Þessi skipun Morten Olsen er því skiljanleg.
Hún hefur þó ekki hafa fallið í góðan jarðveg hjá öllum og mun Daniel Agger ekki hafa verið ánægður! Haft var eftir honum að hann hefði viljað fá fyrirliðabandið.
"Það er ekkert að því að hafa Christian sem fyrirliða. Hann verðskuldar það og verður örugglega góður fyrirliði. Ég mun styðja hann 100 prósent en þar með segi ég ekki að ég telji að réttur maður hafi orðið fyrir valinu. Mér finnst valið ekki rétt. Ég er mjög sár og svekktur því ég vildi verða fyrirliði landsliðsins. Allir sem hafa einhvern metnað hlytu að vera sárir ef þeir væru í hópi þriggja sem kæmu til greina í stöðu fyrirliða en verða svo ekki fyrir valinu."
Vonandi mun þessi óánægja Daniel ekki spilla samstöðu hans og Christian hjá Liverpool!
Að sjálfsögðu verður hægt að fylgjast með þeim félögum berjast við Íslendinga í sjónvarpi hér heima en landsleikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport.
Christian hefur leikið 77 landsleiki og skorað sex mörk þannig að hann er með reyndari mönnum í liðinu. Þessi skipun Morten Olsen er því skiljanleg.
Hún hefur þó ekki hafa fallið í góðan jarðveg hjá öllum og mun Daniel Agger ekki hafa verið ánægður! Haft var eftir honum að hann hefði viljað fá fyrirliðabandið.
"Það er ekkert að því að hafa Christian sem fyrirliða. Hann verðskuldar það og verður örugglega góður fyrirliði. Ég mun styðja hann 100 prósent en þar með segi ég ekki að ég telji að réttur maður hafi orðið fyrir valinu. Mér finnst valið ekki rétt. Ég er mjög sár og svekktur því ég vildi verða fyrirliði landsliðsins. Allir sem hafa einhvern metnað hlytu að vera sárir ef þeir væru í hópi þriggja sem kæmu til greina í stöðu fyrirliða en verða svo ekki fyrir valinu."
Vonandi mun þessi óánægja Daniel ekki spilla samstöðu hans og Christian hjá Liverpool!
Að sjálfsögðu verður hægt að fylgjast með þeim félögum berjast við Íslendinga í sjónvarpi hér heima en landsleikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan