Emre Can
- Fæðingardagur:
- 12. janúar 1994
- Fæðingarstaður:
- Frankfurt, Þýskalandi
- Fyrri félög:
- SV Blau-Gelb Frankfurt, Eintracht Frankfurt, Bayern Munchen, Bayer Leverkusen
- Kaupverð:
- £ 10000000
- Byrjaði / keyptur:
- 03. júlí 2014
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Emre Can hefur spilað fyrir öll yngri landslið Þýskalands og var fyrirliði U-17 ára liðsins á HM 2011. Hann þykir öflugur miðjumaður og getur leikið í öllum stöðum á miðjunni, hvort sem varnar- eða sóknarsinnaður leikmaður. Einnig hefur hann brugðið sér í hlutverk vinstri bakvarðar og miðvarðar þegar á hefur þurft að halda.
Hann hóf ferilinn hjá SV Blau-Gelb Frankfurt og gekk svo til liðs við Eintracht Frankfurt. Árið 2009 tóku útsendarar Bayern Munchen eftir honum og fengu hann til liðs við félagið. Hann var svo seldur til Bayer Leverkusen sumarið 2013 en Munchenar stórveldið hafði ákveðna klausu í þeim kaupsamningi sem leyfðu þeim að nýta sér kauprétt á Can síðar. Er það til marks um að þeir voru ekki alveg til í að sleppa takinu á þessum efnilega leikmanni.
En Liverpool kom til leiks sumarið 2014 og sýndi Can mikinn áhuga, því fór svo að tilkynnt var um kaupin í lok maí og í byrjun júlí var hann formlega tilkynntur sem leikmaður félagsins. ,,Emre Can er ein skærasta stjarna þýskrar knattspyrnu," sagði stjórnarformaður Bayern Munchen Karl-Heinz Rumenigge árið 2009 þegar félagið keypti hann. Þegar hann var svo seldur til Leverkusen sagði hann: ,,Með þessu skrefi vonumst við til þess að hann fái nægan tíma til að spila knattspyrnu, líkt og Toni Kroos gerði hjá Leverkusen, Philipp Lahm hjá Stuttgart og David Alaba hjá Hoffenheim gerðu."
Can stóð sig mjög vel hjá Leverkusen á síðasta tímabili, bæði í deild og Meistaradeild en í þeirri síðarnefndu spilaði hann sinn fyrsta leik gegn Manchester United á Old Trafford. Í 32 leikjum í öllum keppnum skoraði hann fjögur mörk og átti fjórar stoðsendingar en hann spilaði iðulega sem varnarsinnaður miðjumaður undir stjórn Sami Hyypia.
Tölfræðin fyrir Emre Can
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2014/2015 | 27 - 1 | 6 - 0 | 3 - 0 | 4 - 0 | 0 - 0 | 40 - 1 |
2015/2016 | 30 - 1 | 0 - 0 | 5 - 0 | 14 - 1 | 0 - 0 | 49 - 2 |
2016/2017 | 32 - 5 | 2 - 0 | 6 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 40 - 5 |
2017/2018 | 26 - 3 | 2 - 0 | 0 - 0 | 10 - 3 | 0 - 0 | 38 - 6 |
Samtals | 115 - 10 | 10 - 0 | 14 - 0 | 28 - 4 | 0 - 0 | 167 - 14 |
Fréttir, greinar og annað um Emre Can
Fréttir
-
| Sf. Gutt
Óvíst um Emre Can -
| Sf. Gutt
Allt bendir til brottfarar Emre Can -
| Sf. Gutt
Hvað verður um Emre Can? -
| Sf. Gutt
Ótrúlegt mark! -
| Sf. Gutt
Óvissa um framtíð Emre Can -
| Grétar Magnússon
Emre Can byrjaður að æfa ! -
| Grétar Magnússon
Emre Can meiddur -
| Sf. Gutt
Emre vill á miðjuna! -
| Heimir Eyvindarson
Can fær markið skráð á sig -
| Sf. Gutt
Emre á eftir að koma til -
| Grétar Magnússon
Ég get lært af Jordan -
| Grétar Magnússon
Emre Can verður í treyju númer 23
Í nærmynd
Skoða önnur tímabil