| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Pacheco dreymir um að spila með Torres
Dani Pacheco hefur vakið mikla athygli í æfingaleikjum sumarsins og hefur spilamennska hans í leikjunum þótt einkar góð. Nú þegar hann hefur náð að sanna sig fyrir Rafael Benítez, þá vonast hann til þess að fá tækifæri til að spila við hlið Fernando Torres og Steven Gerrard.
"Ég myndi dýrka það að spila við hlið Torres vegna þess að hann er mjög góður framherji og það yrði mjög sérstakt fyrir mig að vera í liðinu með honum. Hann er líka Spænskur og hann er mikil hetja í landinu mínu eftir að hann skoraði sigurmarkið á Evrópumótinu.
Hann er einn besti framherjinn í heiminum svo ég held að ég gæti lært mikið af honum ef ég myndi spila með honum. Ég hefði einnig viljað geta spilað með Stevie en hann þurfti að snúa aftur til Liverpool vegna þess að hann meiddist.
En ég hef notið þess að spila við hlið hinna leikmannana í aðalliðinu og þeir hafa hjálpað mér mikið. Ég er mjög ánægður með að spila með þessum leikmönnum og að fá að taka þátt í undirbúningstímabilinu og þar til að stjórinn segir mér annað þá mun ég halda áfram að spila og skemmta mér." sagði Pacheco við Liverpool Echo.
Hann viðurkennir að stíga upp í aðalliðið frá varaliðinu sé mjög erfitt fyrir einhvern sem er svona ungur, en hann er bjartsýnn á að hann geti höndlað lífið í Úrvalsdeildinni, muni það tækifæri koma.
"Allt er öðruvísi í fótboltanum sem ég hef verið að spila með varaliðinu. Hér er það mun meiri barátta, hraðara, erfiðara og maður verður að leggja harðar að sér en ég er að gera mitt besta og nú verð ég bara að halda því áfram. Ég veit ekki hvort ég verði í liðinu þegar tímabilið byrjar vegna þess að það yrði mjög erfitt fyrir mig.
Spænsku leikmennirnir hafa nú komið aftur og kanski munu fleiri nýjir leikmenn koma til okkar svo það yrði erfitt fyrir mig að halda sætinu í liðinu. En ég mun halda áfram af leggja hart að mér á hverjum degi. Mér finnst ég vera að spila nokkuð vel og þeir hlutir eru að koma sér vel fyrir mig, en eins og ég segi, þá get ég ekki hætt að leggja hart að mér. Það er það mikilvægasta."
Pacheco sem er aðeins sautján ára gamall, kom til félagsins frá Barcelona á síðasta tímabili og fór mikinn í sigursælu varaliði Liverpool á síðasta tímabili og nú hefur hann spilað mjög vel með aðalliðinu í æfingaleikjum sumarsins, og í fyrstu tveimur leikjum hans með liðinu var hann valinn maður leiksins í báðum leikjunum.
"Ég myndi dýrka það að spila við hlið Torres vegna þess að hann er mjög góður framherji og það yrði mjög sérstakt fyrir mig að vera í liðinu með honum. Hann er líka Spænskur og hann er mikil hetja í landinu mínu eftir að hann skoraði sigurmarkið á Evrópumótinu.
Hann er einn besti framherjinn í heiminum svo ég held að ég gæti lært mikið af honum ef ég myndi spila með honum. Ég hefði einnig viljað geta spilað með Stevie en hann þurfti að snúa aftur til Liverpool vegna þess að hann meiddist.
En ég hef notið þess að spila við hlið hinna leikmannana í aðalliðinu og þeir hafa hjálpað mér mikið. Ég er mjög ánægður með að spila með þessum leikmönnum og að fá að taka þátt í undirbúningstímabilinu og þar til að stjórinn segir mér annað þá mun ég halda áfram að spila og skemmta mér." sagði Pacheco við Liverpool Echo.
Hann viðurkennir að stíga upp í aðalliðið frá varaliðinu sé mjög erfitt fyrir einhvern sem er svona ungur, en hann er bjartsýnn á að hann geti höndlað lífið í Úrvalsdeildinni, muni það tækifæri koma.
"Allt er öðruvísi í fótboltanum sem ég hef verið að spila með varaliðinu. Hér er það mun meiri barátta, hraðara, erfiðara og maður verður að leggja harðar að sér en ég er að gera mitt besta og nú verð ég bara að halda því áfram. Ég veit ekki hvort ég verði í liðinu þegar tímabilið byrjar vegna þess að það yrði mjög erfitt fyrir mig.
Spænsku leikmennirnir hafa nú komið aftur og kanski munu fleiri nýjir leikmenn koma til okkar svo það yrði erfitt fyrir mig að halda sætinu í liðinu. En ég mun halda áfram af leggja hart að mér á hverjum degi. Mér finnst ég vera að spila nokkuð vel og þeir hlutir eru að koma sér vel fyrir mig, en eins og ég segi, þá get ég ekki hætt að leggja hart að mér. Það er það mikilvægasta."
Pacheco sem er aðeins sautján ára gamall, kom til félagsins frá Barcelona á síðasta tímabili og fór mikinn í sigursælu varaliði Liverpool á síðasta tímabili og nú hefur hann spilað mjög vel með aðalliðinu í æfingaleikjum sumarsins, og í fyrstu tveimur leikjum hans með liðinu var hann valinn maður leiksins í báðum leikjunum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan