Aurelio er lykilleikmaður
Rafa Benítez hvetur Fabio Aurelio til að halda áfram að sýna það og sanna að hann geti spilað lykilhlutverk í atlögu liðsins að titlinum. Aurelio spilaði í stöðu sem hann er óvanur í síðasta leik og stóð uppi sem maður leiksins.
Aurelio er, eins og allir vita, vinstri bakvörður og getur hann líka spilað á vinstri kanti. En Benítez hafði áður notað hann á miðri miðjunni þegar þeir voru hjá Valencia og vissi því alveg hvað hann var að gera á laugardaginn var. Hann segir að fjölbreytni Aurelio geri það að verkum að hann sé mikilvægur hlekkur í liðinu nú þegar farið er að glitta í lokasprettinn á tímabilinu.
,,Fabio spilaði einna best gegn Portsmouth," sagði Benítez. Hann spilaði mjög vel. Við vissum að hann gæti spilað á miðjunni frá því við vorum hjá Valencia og hann sýndi það á laugardaginn að hann er gæðaleikmaður."
,,Hann verður okkur mikilvægur í baráttunni sem eftir er. Sérstaklega á Anfield, þegar við sækjum vitum við að hann er alltaf tiltækur vegna þess að hann skapar sér alltaf pláss og getur sent góðar sendingar fyrir markið."
,,Það er alltaf mikilvægt að hafa leikmenn sem geta spilað mismunandi stöður, sérstaklega ef þeir eru með góðan leikskilning."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni