Jay Spearing að hefja samningaviðræður
Miðjumaðurinn kraftmikli Jay Spearing, sem hefur verið að stíga sín fyrstu spor með aðalliði Liverpool, mun fljótlega hefja viðræður við félagið um framlengingu á samningi sínum. Jay hefur staðið sig vel á leiktíðinni og góð framganga hans hefur vakið athygli Rafa Benítez.
Þessi tvítugi leikmaður vakti mikla athygli með frammistöðu sinni í viðureign Liverpool og Real Madrid á Anfield. Þar kom hann inn á sem varamaður í seinni hálfleik og sýndi góð tilþrif á þeim tíma sem hann spilaði.
Jay Spearing þeytti frumraun sína með aðalliðinu í desember mánuði þegar hann kom inn á sem varamaður í viðureign Liverpool og PSV í Meistaradeild Evrópu.
Hann hefur einnig spilað stórt hlutverk með unglinga- og varaliði Liverpool síðustu leiktíðir og hann var til að mynda fyrirliði unglingaliðsins sem sigraði Ungligabikarkeppnina árið 2007.
Alltaf er beðið eftir því að nýjir uppaldir leikmenn komi fram og hafi sömu á félagið eins og þeir Jamie Carragher, Steven Gerrard, Robbie Fowler eða Michael Owen hafa gert. Miðað við góða framgöngu Jay þá er aldrei að vita nema hann verði næsta hetja Liverpool.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!