| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Verðum að vera þolinmóðir
Ryan Babel segir við stuðningsmenn Liverpool að þeir verði að sýna þolinmæði í kvöld þegar liðið mætir Chelsea í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Í síðasta heimaleik liðsins í Meistaradeildinni keyrðu leikmenn hreinlega yfir Real Madrid á upphafsmínútunum og unnu að lokum 4-0. Babel segir að liðsmenn Chelsea verði erfiðari viðureignar og því þurfi að beita annari taktík.
,,Okkar aðaltakmark var að keyra á Real Madrid frá fyrsta flauti," sagði Babel í viðtali við LFC tímaritið. ,,Rafa sagði okkur að keyra á þá strax og við gerðum það. Stjórinn sagði okkur að við mættum ekki leyfa Madrid að spila sinn leik."
,,Ég held að það hafi virkað mjög vel en það er ekki alltaf hægt að gera þetta. Ekkert lið er eins og Real Madrid. Stundum mætum við liðum sem reyna að gera nákvæmlega það sama við okkur og við gerðum við Real. Þegar slíkt gerist verður maður að byrja leikinn öðruvísi. Stjórinn talar oft um það að mismunandi lið þarfnast mismunandi nálgunar í undirbúningi."
,,Stundum verðum við að vera þolinmóðir, bíða aðeins og bíða eftir því að lið opni sig. Það verður að vera mismunandi leikjaplan fyrir hvern einasta leik. Ef það væri alltaf það sama þá myndu lið vita hvernig við mætum í leiki og búa sig undir það."
Í síðasta heimaleik liðsins í Meistaradeildinni keyrðu leikmenn hreinlega yfir Real Madrid á upphafsmínútunum og unnu að lokum 4-0. Babel segir að liðsmenn Chelsea verði erfiðari viðureignar og því þurfi að beita annari taktík.
,,Okkar aðaltakmark var að keyra á Real Madrid frá fyrsta flauti," sagði Babel í viðtali við LFC tímaritið. ,,Rafa sagði okkur að keyra á þá strax og við gerðum það. Stjórinn sagði okkur að við mættum ekki leyfa Madrid að spila sinn leik."
,,Ég held að það hafi virkað mjög vel en það er ekki alltaf hægt að gera þetta. Ekkert lið er eins og Real Madrid. Stundum mætum við liðum sem reyna að gera nákvæmlega það sama við okkur og við gerðum við Real. Þegar slíkt gerist verður maður að byrja leikinn öðruvísi. Stjórinn talar oft um það að mismunandi lið þarfnast mismunandi nálgunar í undirbúningi."
,,Stundum verðum við að vera þolinmóðir, bíða aðeins og bíða eftir því að lið opni sig. Það verður að vera mismunandi leikjaplan fyrir hvern einasta leik. Ef það væri alltaf það sama þá myndu lið vita hvernig við mætum í leiki og búa sig undir það."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan