| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Fabio Aurelio: Nú er það bara deildin
Fabio Aurelio segir að nú verði leikmenn Liverpool að ýta frá sér vonbrigðunum yfir því að hafa dottið út úr Meistaradeildinni og einbeita sér að því að vinna þá leiki sem eftir eru í ensku deildinni.
,,Við sýndum hvað í okkur býr í leiknum á móti Chelsea, það eru ekki mörg lið sem mæta á Stamford Bridge og gera fjögur mörk. Því miður dugði það ekki til að þessu sinni."
,,Við höfðum allir trú á að við gætum farið áfram og við sýndum allar okkar bestu hliðar strax í upphafi leiksins, enda áttum við fyrri hálfleikinn algjörlega. Síðan fengum við á okkur tvö mörk með frekar stuttu millibili í seinni háfleiknum og það sló okkur aðeins út af laginu. En við komum okkur inn í leikinn aftur og héldum áfram að sækja. Meira að segja þótt þeir kæmust í 3-2 þá hættum við ekki að berjast."
,,Í stöðunni 4-3 fyrir okkur þá gat leikurinn í raun farið hvernig sem var, við sóttum af miklum krafti en því miður voru það þeir sem skoruðu síðasta markið en ekki við."
,,Ég verð samt líka að hrósa Chelsea fyrir þeirra frammistöðu, þetta var einfaldlega frábær fótboltaleikur og við getum borið höfuðið hátt þótt við séum úr leik."
,,Það er auðvitað súrt að við séum dottnir út en það þýðir ekkert að væla yfir því. Við eigum sex leiki eftir í ensku deildinni og nú er bara að vinna þá alla og sjá hverju það skilar okkur."
Aurelio gerði eins og menn muna fyrsta markið í leiknum á þriðjudaginn, með lúmsku skoti úr aukaspyrnu af löngu færi. Hann nýtti sér þar slæma staðsetningu Peter Cech, markvarðar Chelsea.
,,Við vorum búnir að fara yfir þetta fyrir leikinn. Markvarðaþjálfarinn okkar, Xavi Valero, fór yfir það með okkur fyrir leikinn að Cech staðsetti sig oftast svona í aukaspyrnum af löngu færi því hann treysti á að það kæmi fyrirgjöf. Valero sagði okkur að taka eftir þessu og reyna að nýta okkur það. Þegar ég sá hvernig hann stillti sér og veggnum upp var ég þessvegna ekki í nokkrum vafa um hvað ég ætlaði mér að gera."
,,Það var fyrirfram ákveðið að reyna þetta því jafnvel þótt hann hefði varið þetta þá hefði hann þurft að staðsetja sig öðruvísi í næstu spyrnu og þá hefði það skapað okkur annarskonar möguleika."
,,Sem betur fer fór boltinn alla leið í markið í fyrstu tilraun, það var virkilega gott fyrir okkur svona snemma leiks."
,,Við sýndum hvað í okkur býr í leiknum á móti Chelsea, það eru ekki mörg lið sem mæta á Stamford Bridge og gera fjögur mörk. Því miður dugði það ekki til að þessu sinni."
,,Við höfðum allir trú á að við gætum farið áfram og við sýndum allar okkar bestu hliðar strax í upphafi leiksins, enda áttum við fyrri hálfleikinn algjörlega. Síðan fengum við á okkur tvö mörk með frekar stuttu millibili í seinni háfleiknum og það sló okkur aðeins út af laginu. En við komum okkur inn í leikinn aftur og héldum áfram að sækja. Meira að segja þótt þeir kæmust í 3-2 þá hættum við ekki að berjast."
,,Í stöðunni 4-3 fyrir okkur þá gat leikurinn í raun farið hvernig sem var, við sóttum af miklum krafti en því miður voru það þeir sem skoruðu síðasta markið en ekki við."
,,Ég verð samt líka að hrósa Chelsea fyrir þeirra frammistöðu, þetta var einfaldlega frábær fótboltaleikur og við getum borið höfuðið hátt þótt við séum úr leik."
,,Það er auðvitað súrt að við séum dottnir út en það þýðir ekkert að væla yfir því. Við eigum sex leiki eftir í ensku deildinni og nú er bara að vinna þá alla og sjá hverju það skilar okkur."
Aurelio gerði eins og menn muna fyrsta markið í leiknum á þriðjudaginn, með lúmsku skoti úr aukaspyrnu af löngu færi. Hann nýtti sér þar slæma staðsetningu Peter Cech, markvarðar Chelsea.
,,Við vorum búnir að fara yfir þetta fyrir leikinn. Markvarðaþjálfarinn okkar, Xavi Valero, fór yfir það með okkur fyrir leikinn að Cech staðsetti sig oftast svona í aukaspyrnum af löngu færi því hann treysti á að það kæmi fyrirgjöf. Valero sagði okkur að taka eftir þessu og reyna að nýta okkur það. Þegar ég sá hvernig hann stillti sér og veggnum upp var ég þessvegna ekki í nokkrum vafa um hvað ég ætlaði mér að gera."
,,Það var fyrirfram ákveðið að reyna þetta því jafnvel þótt hann hefði varið þetta þá hefði hann þurft að staðsetja sig öðruvísi í næstu spyrnu og þá hefði það skapað okkur annarskonar möguleika."
,,Sem betur fer fór boltinn alla leið í markið í fyrstu tilraun, það var virkilega gott fyrir okkur svona snemma leiks."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan