| HI
TIL BAKA
Ryan Babel þarf að bæta sig
Rafael Benítez segir að Ryan Babel verði að bæta sig ætli hann að vinna sér fast sæti í liðinu á næsta keppnistímabili. Babel hefur síðan hann kom til Liverpool fyrir tveimur árum einkum unnið það sér til frægðar að eiga góðar innkomur þegar hann kemur inná sem varamaður en hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu. Babel var aðeins 13 sinnum í byrjunarliðinu á síðasta tímabili en hefur skoraði níu sinnum sem varamaður. Nú vill Benítez að hann taki næsta skref.
"Ryan hefur haft góð áhrif á leiki sem hann hefur komið inn á í og það er erfitt þegar maður er á þessum aldri (22 ára). Við höldum hins vegar að hann geti meira en það. Við teljum Ryan vera leikmann sem byrjar leiki og hefur áhrif á leikinn frá byrjun. Hann verður hins vegar að bæta sig meira taktískt."
Babel hefur verið orðaður við sölu upp á um 10 milljónir punda til liða á borð við Aston Villa, Tottenham og Arsenal. Umboðsmaður hans, Winnie Haatrecht, segir hins vegar að leikmaðurinn vilji vera áfram á Anfield. "Ryan er mjög ángæður hjá Liverpool og vill alls ekki fara. Hann á enn þrjú ár eftir af samningi sínum."
"Ryan hefur haft góð áhrif á leiki sem hann hefur komið inn á í og það er erfitt þegar maður er á þessum aldri (22 ára). Við höldum hins vegar að hann geti meira en það. Við teljum Ryan vera leikmann sem byrjar leiki og hefur áhrif á leikinn frá byrjun. Hann verður hins vegar að bæta sig meira taktískt."
Babel hefur verið orðaður við sölu upp á um 10 milljónir punda til liða á borð við Aston Villa, Tottenham og Arsenal. Umboðsmaður hans, Winnie Haatrecht, segir hins vegar að leikmaðurinn vilji vera áfram á Anfield. "Ryan er mjög ángæður hjá Liverpool og vill alls ekki fara. Hann á enn þrjú ár eftir af samningi sínum."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan