| Ólafur Haukur Tómasson
Eins og stuðningsmönnum Liverpool er kunnugt þá er liðið í æfingaferð í Sviss og leika þar tvo æfingaleiki við lið þar í landi.
Með í för eru nokkrir leikmenn úr varaliðinu sem fá þar kjörið tækifæri til að sanna sig fyrir knattspyrnustjóranum og þjálfarateymi hans, eldri leikmenn liðsins hafa verið duglegir við að leiðbeina yngri leikmönnunum og segir Daniel Pacheco, framherji úr varaliðinu, að Yossi Benayoun hafi tekið hann undir sinn verndarvæng.
"Ég læri mikið af því að spila við hlið Stevie, Dirk og Yossi en ég verð að leggja hart að mér og reyna að bæta mig til að heilla stjórann. Ég læri eitthvað daglega. Yossi hefur hjálpað mér mikið, það hjálpar mjög að hann geti sagt mér hlutina á spænsku. Hann reynir að hjálpa mér og ég hlusta á allt sem hann segir mér.
Þetta eru allt frábærir leikmenn svo það er erfitt en aðalliðið er gott í að hjálpa okkur yngri leikmönnunum. Ég er mjög ánægður með að vera hér. Stjórinn hefur sagt okkur að við erum enn ungir og verðum að vera tilbúnir að læra og fylgjast með allan tímann." sagði hinn átján ára gamli Pacheco.
Daniel Pacheco tók þátt í undirbúningstímabilinu á síðustu leiktíð og lék hann gífurlega vel í þeim æfingaleikjum sem hann lék í, hann virðist hafa bætt sig töluvert á síðustu leiktíð og hér gæti verið á ferðinni einn af framtíðarstjörnum Liverpool.
TIL BAKA
Yossi aðstoðar Pacheco

Með í för eru nokkrir leikmenn úr varaliðinu sem fá þar kjörið tækifæri til að sanna sig fyrir knattspyrnustjóranum og þjálfarateymi hans, eldri leikmenn liðsins hafa verið duglegir við að leiðbeina yngri leikmönnunum og segir Daniel Pacheco, framherji úr varaliðinu, að Yossi Benayoun hafi tekið hann undir sinn verndarvæng.
"Ég læri mikið af því að spila við hlið Stevie, Dirk og Yossi en ég verð að leggja hart að mér og reyna að bæta mig til að heilla stjórann. Ég læri eitthvað daglega. Yossi hefur hjálpað mér mikið, það hjálpar mjög að hann geti sagt mér hlutina á spænsku. Hann reynir að hjálpa mér og ég hlusta á allt sem hann segir mér.
Þetta eru allt frábærir leikmenn svo það er erfitt en aðalliðið er gott í að hjálpa okkur yngri leikmönnunum. Ég er mjög ánægður með að vera hér. Stjórinn hefur sagt okkur að við erum enn ungir og verðum að vera tilbúnir að læra og fylgjast með allan tímann." sagði hinn átján ára gamli Pacheco.
Daniel Pacheco tók þátt í undirbúningstímabilinu á síðustu leiktíð og lék hann gífurlega vel í þeim æfingaleikjum sem hann lék í, hann virðist hafa bætt sig töluvert á síðustu leiktíð og hér gæti verið á ferðinni einn af framtíðarstjörnum Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan