| Birgir Jónsson
TIL BAKA
Babel sannfærður um að fá fleiri tækifæri
Það voru fáir ljósir punktar í hrakför Liverpool í Flórens á þriðjudag. Leikur Rauðliða var langt fyrir neðan par þegar sex leikja sigurgöngu þeirra lauk á skammarlegan hátt. Rafa Benítez lýsti fyrri hálfleiknum sem þeim versta síðan hann kom á Anfield og fyrirliðinn Steven Gerrard viðurkenndi að liðið hefði einfaldlega ekki mætt til leiks.
Stjórinn hefur um margt að hugsa fram að stórleiknum gegn Chelsea á Stamforðabryggju á sunnudag. Krafist verður mikillar framfarar frá þriðjudeginum og ef Benítez tekur þá ákvörðun að breyta liðinu fyrir sunnudagsleikinn í höfuðborginni er Ryan Babel tilbúinn að hlýða kallinu. Hollendingurinn ýtti undir möguleika sína á því að verða fyrir valinu með góðri innkomu af bekknum í Flórens. Þegar hann kom inn á fyrir bakvörðinn Emiliano Insua var leikurinn sannarlega tapaður, en vængmaðurinn var líflegur og bjó til gott færi fyrir Gerrard seint í leiknum. Eftir lélega byrjun á tímabilinu hafa hlutirnir gengið betur fyrir Babel. Hann kom af bekknum og lagði upp sigurmarkið fyrir Fernando Torres gegn West Ham á Upton Park og var í byrjunarliðinu gegn Leeds í deildarbikarnum. Hann var þó aftur kominn á bekkinn fyrir leikinn gegn Hull um síðustu helgi en kom inn á fyrir þrennumanninn Torres og setti sjálfur tvö mörk í lokin. Hann vissi lítið af seinna marki sínum þegar skot Albert Riera fór af hæl hans í markið en Babel vonast til að þetta hafi verið merki um að heppnin hafi gengið í lið með honum. Hann stefnir nú að fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu frá lélegri frammstöðu hans gegn Tottenham í opnunarleik tímabilsins.
"Ég hef öðlast mikið sjálfstraust á síðustu vikum", viðurkenndi hann. "Ég var ánægður að eiga þátt í sigrinum gegn West Ham en Leeds leikurinn gaf mér einnig mikið og það var frábært að fá að spila næstum 90 mínútur. Það gaf mér heilmikið. Að skora tvö mörk gegn Hull var bónus. Ég hef fengið einhverjar mínútur hægra megin en ég mér finnst að ég hafi meiri möguleika með boltann vinstra megin. Ég get farið innanvert eða utanvert, tekið menn á og búið til marktækifæri fyrir sóknarmennina. Ég er að reyna allt mitt til að komast í liðið. Ég legg hart að mér á æfingarsvæðinu og held að það sé aðeins tímaspursmál hvenær ég fæ fleiri tækifæri. Ég var í svipaðri stöðu hjá Ajax. Ég lærði mikið af því og veit að ég verð að vera sterkur andlega. Ég er þess fullviss að ég get verið mjög mikilvægur fyrir Liverpool."
Babel hefur átt í erfiðleikum með að ná stöðugleika síðan hann kom frá Ajax fyrir tveimur árum fyrir 11 og hálfa milljón punda. Hann veit að þetta tímabil gæti skorið úr um framtíð hans á Anfield og þátttaka hans í úrslitakeppni Heimsmeistaramótsins næsta sumar veltur á því að hann spili reglulega. Bert van Marwijk þjálfari hollenska landsliðsins valdi Babel ekki í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins í síðasta mánuði og við það klingdu viðvörunarbjöllur í eyrum Babel.
"Staðan er skýr. Ég veit að þetta ár verður að vera mitt ár hjá Liverpool," sagði hann. "Þjálfarinn hefur ekki gefið það til kynna, Ég komst að því sjálfur. Ég horfi til Heimsmeistaramótsins og staða mín í landsliðinu er í augnablikinu í hættu.
Þegar ég var ekki valinn í hópinn fyrir síðasta leik var það í fyrsta skipti sem það gerðist í 33 leikjum. Ég varð mjög hræddur. Hollenski þjálfarinn lýsti því yfir að leikmenn verða að spila fyrir lið sín og við vorum í þeirri aðstöðu að þar sem Rafael van der Vaart leikur ekki reglulega hjá Real Madrid þá fékk hann ekki kallið í hópinn.
Það er ljóst að ég verð að spila flesta leiki til að komast á Heimsmeistaramótið. Ég verð að gefa allt af mér og ef það skilar engu verð ég að vera hreinskilinn við sjálfan mig."
Babel viðurkennir að fá mikið út úr þeim stuðningi sem hann fær bæði í búningsherberginu og úr áhorfendastæðunum.
Eftir sigurinn gegn West Ham sagði Torres Babel vera frábæran leikmann og bætti við:"Það var vegna Ryans sem við unnum leikinn."
"Þegar þú átt í erfiðleikum þá finnuru hverjir það eru sem trúa á þig," bætti Babel við."Ég hef fundið fyrir stuðningi fjölda fólks og ég legg mikið á mig fyrir það. Ég veit að stjórinn styður mig og stuðningsmennirnir einnig.
Sumir leikmenn efast kannski um hvort stuðningsmennirnir trúa á þá. En mín tilfinning er sú að stuðningsmennirnir hafi ennþá trú á mér og trúa því að ég geti gert góða hluti fyrir Liverpool. Sjálfstraustið til að halda áfram er til staðar og ég mun vonandi fá fleiri tækifæri. Ég vil þakka fyrir stuðninginn með einhverju."
Stjórinn hefur um margt að hugsa fram að stórleiknum gegn Chelsea á Stamforðabryggju á sunnudag. Krafist verður mikillar framfarar frá þriðjudeginum og ef Benítez tekur þá ákvörðun að breyta liðinu fyrir sunnudagsleikinn í höfuðborginni er Ryan Babel tilbúinn að hlýða kallinu. Hollendingurinn ýtti undir möguleika sína á því að verða fyrir valinu með góðri innkomu af bekknum í Flórens. Þegar hann kom inn á fyrir bakvörðinn Emiliano Insua var leikurinn sannarlega tapaður, en vængmaðurinn var líflegur og bjó til gott færi fyrir Gerrard seint í leiknum. Eftir lélega byrjun á tímabilinu hafa hlutirnir gengið betur fyrir Babel. Hann kom af bekknum og lagði upp sigurmarkið fyrir Fernando Torres gegn West Ham á Upton Park og var í byrjunarliðinu gegn Leeds í deildarbikarnum. Hann var þó aftur kominn á bekkinn fyrir leikinn gegn Hull um síðustu helgi en kom inn á fyrir þrennumanninn Torres og setti sjálfur tvö mörk í lokin. Hann vissi lítið af seinna marki sínum þegar skot Albert Riera fór af hæl hans í markið en Babel vonast til að þetta hafi verið merki um að heppnin hafi gengið í lið með honum. Hann stefnir nú að fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu frá lélegri frammstöðu hans gegn Tottenham í opnunarleik tímabilsins.
"Ég hef öðlast mikið sjálfstraust á síðustu vikum", viðurkenndi hann. "Ég var ánægður að eiga þátt í sigrinum gegn West Ham en Leeds leikurinn gaf mér einnig mikið og það var frábært að fá að spila næstum 90 mínútur. Það gaf mér heilmikið. Að skora tvö mörk gegn Hull var bónus. Ég hef fengið einhverjar mínútur hægra megin en ég mér finnst að ég hafi meiri möguleika með boltann vinstra megin. Ég get farið innanvert eða utanvert, tekið menn á og búið til marktækifæri fyrir sóknarmennina. Ég er að reyna allt mitt til að komast í liðið. Ég legg hart að mér á æfingarsvæðinu og held að það sé aðeins tímaspursmál hvenær ég fæ fleiri tækifæri. Ég var í svipaðri stöðu hjá Ajax. Ég lærði mikið af því og veit að ég verð að vera sterkur andlega. Ég er þess fullviss að ég get verið mjög mikilvægur fyrir Liverpool."
Babel hefur átt í erfiðleikum með að ná stöðugleika síðan hann kom frá Ajax fyrir tveimur árum fyrir 11 og hálfa milljón punda. Hann veit að þetta tímabil gæti skorið úr um framtíð hans á Anfield og þátttaka hans í úrslitakeppni Heimsmeistaramótsins næsta sumar veltur á því að hann spili reglulega. Bert van Marwijk þjálfari hollenska landsliðsins valdi Babel ekki í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins í síðasta mánuði og við það klingdu viðvörunarbjöllur í eyrum Babel.
"Staðan er skýr. Ég veit að þetta ár verður að vera mitt ár hjá Liverpool," sagði hann. "Þjálfarinn hefur ekki gefið það til kynna, Ég komst að því sjálfur. Ég horfi til Heimsmeistaramótsins og staða mín í landsliðinu er í augnablikinu í hættu.
Þegar ég var ekki valinn í hópinn fyrir síðasta leik var það í fyrsta skipti sem það gerðist í 33 leikjum. Ég varð mjög hræddur. Hollenski þjálfarinn lýsti því yfir að leikmenn verða að spila fyrir lið sín og við vorum í þeirri aðstöðu að þar sem Rafael van der Vaart leikur ekki reglulega hjá Real Madrid þá fékk hann ekki kallið í hópinn.
Það er ljóst að ég verð að spila flesta leiki til að komast á Heimsmeistaramótið. Ég verð að gefa allt af mér og ef það skilar engu verð ég að vera hreinskilinn við sjálfan mig."
Babel viðurkennir að fá mikið út úr þeim stuðningi sem hann fær bæði í búningsherberginu og úr áhorfendastæðunum.
Eftir sigurinn gegn West Ham sagði Torres Babel vera frábæran leikmann og bætti við:"Það var vegna Ryans sem við unnum leikinn."
"Þegar þú átt í erfiðleikum þá finnuru hverjir það eru sem trúa á þig," bætti Babel við."Ég hef fundið fyrir stuðningi fjölda fólks og ég legg mikið á mig fyrir það. Ég veit að stjórinn styður mig og stuðningsmennirnir einnig.
Sumir leikmenn efast kannski um hvort stuðningsmennirnir trúa á þá. En mín tilfinning er sú að stuðningsmennirnir hafi ennþá trú á mér og trúa því að ég geti gert góða hluti fyrir Liverpool. Sjálfstraustið til að halda áfram er til staðar og ég mun vonandi fá fleiri tækifæri. Ég vil þakka fyrir stuðninginn með einhverju."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan