| Heimir Eyvindarson

Alberto vill ólmur sanna sig.

Alberto Aquilani segir í viðtali við Sunday Mirror að hann sé þess fullviss að hann geti reynst Liverpool liðinu vel. ,

,,Ég er öðruvísi leikmaður en Xabi Alonso. Liðsfélagar mínir og Rafael Benítez hafa sagt mér að allt spil liðsins hafi farið í gegnum Xabi, hann hafi borið boltann upp og iðulega hafið sóknir liðsins. Ég er ekki þannig leikmaður, en ég er þeirrar skoðunar að liðið hafi möguleika á fjölbreyttari sóknarleik með mig inni á miðjunni en með Xabi."

,,Xabi var frábær sendingamaður og frábær í að búa til spil og byrja sóknir. Hann lá yfirleitt aftarlega á vellinum og hafði góða yfirsýn yfir spilið. Ég vil frekar vera framar á vellinum, meira í boltanum og leika hraðar."

,,Með mig fyrir framan Mascherano og Gerrard fyrir framan mig held ég að við verðum með öfluga og vel spilandi miðju. Nokkuð sem hefur vantað dálítið hjá okkur í vetur."

,,Ég vona að ég geti bráðum sýnt hvað í mér býr. Ég vona að meiðslin séu nú úr sögunni og ég geti farið að einbeita mér að því að spila fótbolta. Það er ótrúlega erfitt að horfa aftur og aftur upp á félaga sína spila og æfa meðan maður þarf sjálfur að gera sér að góðu að vera í sjúkraþjálfun eða sundi!"

,,Mér líður mjög vel hjá Liverpool og mér finnst ég eiginlega vera endurfæddur. Það er frábær tilfinning að vera farinn að spila á ný og finna að félagarnir og stjórinn hafa trú á manni, jafnvel þótt maður hafi ekki náð að sýna sínar bestu hliðar."

,,Ég veit hvað ég get og ég vona að ég nái að sýna það í Liverpool búningnum og hjálpa félaginu og aðdáendunum að komast í gegnum þetta erfiða tímabil." 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan