| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Aquilani lofar bætingu
Ítalski miðjumaðurinn Alberto Aquilani, sem kostaði Liverpool sautján milljónir punda í sumar er loksins kominn á skrið með liðinu og hefur leikið undanfarna leiki liðsins en hann var eins og flestir vita frá vegna meiðsla þar til í október í fyrra. Mikil spenna hafði ríkt hjá stuðningsmönnum Liverpool sem vonuðust til að þarna væri á ferðinni leikmaður sem myndi lífga upp á leik liðsins og eftir fremur daufa byrjun þá er hann farinn að líta mjög vel út. Hann lofar því að endurgjalda Liverpool þolinmæðina og trúnna á sér með því að spila eins og hann best getur.
"Ég vissi það að ég myndi ekki spila um leið og ég kom vegna ökklameiðslanna sem hrjáðu mig þegar ég skrifaði undir. Enn í dag er ég að vinna í að endurheimt þolið mitt eftir að hafa verið lengi frá knattspyrnunni og það mun taka mig tíma að komast aftur á þann stall sem ég er ánægður með en ég held að hann sé ekki langt í burtu.
Stjórinn hefur útskýrt fyrir mér í smáatriðum hvað hann vill að ég geri fyrir liðið. Þegar allir leikmenn liðsins eru heilir, þar á meðal ég, þá held ég að það dragi fram það besta í mér og stuðningsmennirnir fá að sjá mig upp á mitt besta. Ég er ánægður hjá Liverpool og ég er nú þegar búinn að aðlagast. Það er augljóst að þetta er fjölskyldu félag og ég er þakklátur fyrir það hvernig hefur verið komið fram við mig og nú vil ég bara endurgjalda vinsemdina." sagði miðjumaðurinn knái.
Alberto hefur spilað tólf leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni, margir þeirra hafa verið sem skiptimaður en hann hefur leikið nokkra leiki í byrjunarliðinu, þar á meðal í leiknum gegn Tottenham síðast liðinn miðvikudag þar sem hann átti meðal annars stóran þátt í fyrra markinu hans Dirk Kuyt þar sem hann lék á varnarmann Tottenham og náði að ýta boltanum til Kuyt sem að kláraði með glæsilegu marki.
"Ég vissi það að ég myndi ekki spila um leið og ég kom vegna ökklameiðslanna sem hrjáðu mig þegar ég skrifaði undir. Enn í dag er ég að vinna í að endurheimt þolið mitt eftir að hafa verið lengi frá knattspyrnunni og það mun taka mig tíma að komast aftur á þann stall sem ég er ánægður með en ég held að hann sé ekki langt í burtu.
Stjórinn hefur útskýrt fyrir mér í smáatriðum hvað hann vill að ég geri fyrir liðið. Þegar allir leikmenn liðsins eru heilir, þar á meðal ég, þá held ég að það dragi fram það besta í mér og stuðningsmennirnir fá að sjá mig upp á mitt besta. Ég er ánægður hjá Liverpool og ég er nú þegar búinn að aðlagast. Það er augljóst að þetta er fjölskyldu félag og ég er þakklátur fyrir það hvernig hefur verið komið fram við mig og nú vil ég bara endurgjalda vinsemdina." sagði miðjumaðurinn knái.
Alberto hefur spilað tólf leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni, margir þeirra hafa verið sem skiptimaður en hann hefur leikið nokkra leiki í byrjunarliðinu, þar á meðal í leiknum gegn Tottenham síðast liðinn miðvikudag þar sem hann átti meðal annars stóran þátt í fyrra markinu hans Dirk Kuyt þar sem hann lék á varnarmann Tottenham og náði að ýta boltanum til Kuyt sem að kláraði með glæsilegu marki.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan