| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Aquilani ekki með gegn Arsenal
Alberto Aquilani mun ekki spila gegn Arsenal á morgun, miðvikudag, vegna veikinda. Ítalinn er smitaður af veiru sem veldur uppköstum.
Rafael Benítez staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag: ,,Alberto mun ekki vera í hópnum fyrir leikinn við Arsenal. Hann er með sömu veiru og Martin Skrtel var með í síðustu viku."
,,Þetta er ekki alvarlegt en Martin missti fjögur kíló vegna þessa."
Aðal höfuðverkur Benítez fyrir leikinn verður að stilla upp vörninni þar sem Sotirios Kyrgiakos er í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Everton.
Skrtel kemur líklega inn í vörnina í staðinn fyrir Grikkjann þar sem Jamie Carragher spilar áfram í hægri bakvarðastöðunni.
Benítez sagði: ,,Við þurfum að vinna okkur út úr þessari stöðu. Við vorum ekki ánægðir með brottreksturinn en við fáum honum ekki breytt. Ég mun því velja á milli Carra, Agger og Skrtel.
Rafael Benítez staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag: ,,Alberto mun ekki vera í hópnum fyrir leikinn við Arsenal. Hann er með sömu veiru og Martin Skrtel var með í síðustu viku."
,,Þetta er ekki alvarlegt en Martin missti fjögur kíló vegna þessa."
Aðal höfuðverkur Benítez fyrir leikinn verður að stilla upp vörninni þar sem Sotirios Kyrgiakos er í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Everton.
Skrtel kemur líklega inn í vörnina í staðinn fyrir Grikkjann þar sem Jamie Carragher spilar áfram í hægri bakvarðastöðunni.
Benítez sagði: ,,Við þurfum að vinna okkur út úr þessari stöðu. Við vorum ekki ánægðir með brottreksturinn en við fáum honum ekki breytt. Ég mun því velja á milli Carra, Agger og Skrtel.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan