| Sf. Gutt
Daniel Pacheco átti stóran þátt í sigri Liverpool í Evrópudeildarsigri liðsins á Unirea í gærkvöldi. Hann lagði upp eina mark leiksins fyrir David Ngog. Daniel fannst þetta góð kvöldstund á Anfield.
"Það var mjög mikilvægt að vinna leikinn og kvöldið var enn skemmtilegra fyrir þær sakir að ég skyldi eiga þátt í sigurmarkinu. Fyrirgjöfin frá Ryan var frábær og ég náði að skalla boltann til baka á David sem skoraði. Allir voru mjög ánægðir þegar upp var staðið."
Daniel er geysilega efnilegur leikmaður og miklar vonir eru bundnar við hann hjá Liverpool. Hann sýndi að hann kann ýmislegt fyrir sér þegar hann kom inn á gegn Unirea. Stuðningsmenn Liverpool tóku honum vel og kyrjuðu nafnið hans.
"Það er alveg magnað að heyra áhorfendur syngja nafnið þitt. Þetta var skemmtileg stund fyrir fjölskylduna mína en mikilvægast var að liðið vann og við náðum góðum úrslitum."
Þetta var í þriðja sinn sem Daniel Pacheco spilar með Liverpool. Hann fær vonandi fleiri tækifæri í næstu leikjum því það virðist vera að hann sé nú tilbúinn í slaginn með aðalliðinu. Það veitir heldur ekki af að fríska upp á sóknarleik Liverpool ef hægt er.
TIL BAKA
Skemmtileg kvöldstund

"Það var mjög mikilvægt að vinna leikinn og kvöldið var enn skemmtilegra fyrir þær sakir að ég skyldi eiga þátt í sigurmarkinu. Fyrirgjöfin frá Ryan var frábær og ég náði að skalla boltann til baka á David sem skoraði. Allir voru mjög ánægðir þegar upp var staðið."
Daniel er geysilega efnilegur leikmaður og miklar vonir eru bundnar við hann hjá Liverpool. Hann sýndi að hann kann ýmislegt fyrir sér þegar hann kom inn á gegn Unirea. Stuðningsmenn Liverpool tóku honum vel og kyrjuðu nafnið hans.
"Það er alveg magnað að heyra áhorfendur syngja nafnið þitt. Þetta var skemmtileg stund fyrir fjölskylduna mína en mikilvægast var að liðið vann og við náðum góðum úrslitum."
Þetta var í þriðja sinn sem Daniel Pacheco spilar með Liverpool. Hann fær vonandi fleiri tækifæri í næstu leikjum því það virðist vera að hann sé nú tilbúinn í slaginn með aðalliðinu. Það veitir heldur ekki af að fríska upp á sóknarleik Liverpool ef hægt er.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan