| Grétar Magnússon
Ryan Babel hefur verið þónokkuð í sviðsljósinu á tímabilinu en þó ekki fyrir frábær tilþrif inná knattspyrnuvellinum. Oftar en ekki hefur hann lent uppá kant við Rafa Benítez og í janúar leit út fyrir að hann væri á leið frá félaginu. Þeir tveir hafa nú rætt saman og útkljáð málin.
Í janúar skrifaði Babel á Twitter síðuna sína að hann væri ósáttur við að vera ekki í leikmannahópnum fyrir leikinn við Stoke og í kjölfarið leit út fyrir að hann yrði seldur. Félagið neitaði þó tilboði Birmingham í Babel og í síðustu leikjum hefur Hollendingurinn komið sterkur inn og var hann m.a. í byrjunarliðinu gegn Manchester City á sunnudaginn var.
,,Ég átti gott spjall við stjórann og ég veit hvað ég þarf að gera," sagði Babel. ,,Ég mun einbeita mér að því. Ég þarf bara að vera þolinmóður, leggja hart að mér og gera mitt besta."
Babel er í leikmannahópnum fyrir leikinn gegn Unirea Urziceni á morgun, fimmtudag og þrátt fyrir að forystan sé naum fyrir seinni leikinn telur hann að leikmenn séu 100% klárir í slaginn gegn rúmenska liðinu.
,,Hjá Liverpool reynum við að vinna alla bikara sem hægt er að vinna. Sem stendur eigum við aðeins möguleika á því að sigra Evrópudeildina og við munum svo sannarlega reyna. Unirea eru kannski ekki þekkt lið en sú staðreynd að þeir séu ennþá með í þessari keppni sýnir að þeir eru með gott lið."
,,Ég held að þetta snúist aðallega um það hvernig maður undirbýr sig og ef maður gerir það vel þá ætti maður að spjara sig."
Þegar Babel horfir til baka yfir tímabilið viðurkennir hann að það hafi oftar en ekki verið pirrandi. Hann telur engu að síður að síðustu leikir hafi sýnt það að liðið er að komast á rétta braut og ætti að geta klárað tímabilið vel.
,,Á stundum höfum við hreinlega verið mjög óheppnir," segir Babel. ,,Við spiluðum nokkra leiki þar sem við lögðum hart að okkur og áttum skilið að sigra en fengum svo á okkur mark á lokamínútunum sem þýddi jafntefli eða tap. Við höfum spilað marga leiki þar sem við höfum átt skilið að vinna en úrslitin hafa samt ekki verið okkur í hag."
,,Við höfum klárlega bætt okkur undanfarnar vikur og það er eitthvað sem við verðum að byggja á."
TIL BAKA
Babel á ennþá framtíð á Anfield

Í janúar skrifaði Babel á Twitter síðuna sína að hann væri ósáttur við að vera ekki í leikmannahópnum fyrir leikinn við Stoke og í kjölfarið leit út fyrir að hann yrði seldur. Félagið neitaði þó tilboði Birmingham í Babel og í síðustu leikjum hefur Hollendingurinn komið sterkur inn og var hann m.a. í byrjunarliðinu gegn Manchester City á sunnudaginn var.
,,Ég átti gott spjall við stjórann og ég veit hvað ég þarf að gera," sagði Babel. ,,Ég mun einbeita mér að því. Ég þarf bara að vera þolinmóður, leggja hart að mér og gera mitt besta."
Babel er í leikmannahópnum fyrir leikinn gegn Unirea Urziceni á morgun, fimmtudag og þrátt fyrir að forystan sé naum fyrir seinni leikinn telur hann að leikmenn séu 100% klárir í slaginn gegn rúmenska liðinu.
,,Hjá Liverpool reynum við að vinna alla bikara sem hægt er að vinna. Sem stendur eigum við aðeins möguleika á því að sigra Evrópudeildina og við munum svo sannarlega reyna. Unirea eru kannski ekki þekkt lið en sú staðreynd að þeir séu ennþá með í þessari keppni sýnir að þeir eru með gott lið."
,,Ég held að þetta snúist aðallega um það hvernig maður undirbýr sig og ef maður gerir það vel þá ætti maður að spjara sig."
Þegar Babel horfir til baka yfir tímabilið viðurkennir hann að það hafi oftar en ekki verið pirrandi. Hann telur engu að síður að síðustu leikir hafi sýnt það að liðið er að komast á rétta braut og ætti að geta klárað tímabilið vel.
,,Á stundum höfum við hreinlega verið mjög óheppnir," segir Babel. ,,Við spiluðum nokkra leiki þar sem við lögðum hart að okkur og áttum skilið að sigra en fengum svo á okkur mark á lokamínútunum sem þýddi jafntefli eða tap. Við höfum spilað marga leiki þar sem við höfum átt skilið að vinna en úrslitin hafa samt ekki verið okkur í hag."
,,Við höfum klárlega bætt okkur undanfarnar vikur og það er eitthvað sem við verðum að byggja á."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan