| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fabio enn meiddur
Fabio Aurelio er enn einu sinni meiddur. Hann fór meiddur af velli gegn Blackburn Rovers um helgina eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á læri. Brasilíumaðurinn mun verða frá leik í allt að þrjár vikur að þessu sinni. Hann hefur verið sérlega óheppinn með meiðsli á ferli sínum hjá Liverpool og alltaf meiðst af og til.
Rafael Benítez segir meiðslin hafa komið á slæmum tíma því hann hafi ætlað að láta Fabio Aurelio spila í næstu leikjum til að geta hvílt Emiliano Insua sem hefur spilað flesta leiki Liverpool á þessu keppnistímabili.
Fabio var í byrjunarliðinu gegn Blackburn en fór af velli sex mínútum fyrir leikhlé. Þetta var 110. leikur hans með Liverpool frá því hann kom til félagsins sumarið 2006.
Rafael Benítez segir meiðslin hafa komið á slæmum tíma því hann hafi ætlað að láta Fabio Aurelio spila í næstu leikjum til að geta hvílt Emiliano Insua sem hefur spilað flesta leiki Liverpool á þessu keppnistímabili.
Fabio var í byrjunarliðinu gegn Blackburn en fór af velli sex mínútum fyrir leikhlé. Þetta var 110. leikur hans með Liverpool frá því hann kom til félagsins sumarið 2006.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan