| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Olympiakos ræðir við Aurelio
Samkvæmt Liverpool Echo og fleiri netmiðlum þá hefur Olympiakos, ríkjandi deildar- og bikarmeistari í Grikklandi, sett sig í samband við Fabio Aurelio um möguleg félagsskipti þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar.
Aurelio kom til Liverpool árið 2006 á frjálsri sölu frá Valencia, en hann lék á sínum tíma undir stjórn Rafael Benítez þar á bæ. Benítez hældi sínum manni þegar hann opinberaði hann og fór til dæmis fögrum orðum yfir sendingagetu hans, en hann sagði hann jafnvel betri en Xabi Alonso sem að öllu jafna telst einn sá allra færasti á því sviði sem leikið hefur með félaginu á síðustu árum.
Þessi fjögur tímabil hans hjá Liverpool hafa verið nokkuð dauf en þess á milli fremur litrík. Hann hefur glímt við þrálát meiðsli síðan hann kom til félagsins og hefur aðeins tekist að leika 110 leiki fyrir félagið. Mestur hluti ferill hans hjá félaginu hefur verið á hliðarlínunni en þegar hann hefur haldið sér heilum hefur hann oft sýnt af hverju Benítez ákvað að fá hann aftur í sínar raðir.
Hann hefur tekið þátt í 23 leikjum á núlíðandi leiktíð og tíu þeirra leikja hefur hann byrjað á varamannabekknum. Tímabilið hans byrjaði heldur seint vegna meiðsla sem hann varð fyrir um sumarið er hann lék sér í garðinum með börnum sínum. Þó hann hafi komið sér á ról um miðja leiktíð þá varð hann aftur fyrir meiðslum og er enn frá en það styttist í að hann geti byrjað að æfa á fullu með liðsfélögum sínum.
Ólíklegt þykir að hann muni framlengja samning sinn við Liverpool nema hann nái að komast í form og skila af sér frábærum frammistöðum til að vinna sér inn framlengingu. Talið var að honum hafi verið boðinn samningur þar sem hann fengi borgað fyrir spilaða leiki en það féll ekki í góðan jarðveg og honum hafnað. Yfirgefi hann félagið í sumar þá er hann annar vinstri bakvörðurinn sem yfirgefur félagið á árinu en Andrea Dossena var seldur í upphafi árs, þá er aðeins eftir einn vinstri bakvörður í aðalliðinu svo líklega verður vinstri bakvörður ofarlega á óskalista knattspyrnustjórans í sumar.
Annað grískt lið, AEK, er einnig talið hafa áhuga á að tryggja sér þjónustu leikmanns Liverpool á næstu leiktíð en félagið vill framlengja lánssamning sinn við hinn efnilega Krisztian Nemeth sem hefur vakið athygli þar á bæ þrátt fyrir að hafa aðeins leikið tólf leiki á tímabilinu vegna meiðsla. Stjórnarformaður AEK er sagður hafa flogið til Liverpool til að freista þess að ná samkomulagi við Liverpool.
Aurelio kom til Liverpool árið 2006 á frjálsri sölu frá Valencia, en hann lék á sínum tíma undir stjórn Rafael Benítez þar á bæ. Benítez hældi sínum manni þegar hann opinberaði hann og fór til dæmis fögrum orðum yfir sendingagetu hans, en hann sagði hann jafnvel betri en Xabi Alonso sem að öllu jafna telst einn sá allra færasti á því sviði sem leikið hefur með félaginu á síðustu árum.
Þessi fjögur tímabil hans hjá Liverpool hafa verið nokkuð dauf en þess á milli fremur litrík. Hann hefur glímt við þrálát meiðsli síðan hann kom til félagsins og hefur aðeins tekist að leika 110 leiki fyrir félagið. Mestur hluti ferill hans hjá félaginu hefur verið á hliðarlínunni en þegar hann hefur haldið sér heilum hefur hann oft sýnt af hverju Benítez ákvað að fá hann aftur í sínar raðir.
Hann hefur tekið þátt í 23 leikjum á núlíðandi leiktíð og tíu þeirra leikja hefur hann byrjað á varamannabekknum. Tímabilið hans byrjaði heldur seint vegna meiðsla sem hann varð fyrir um sumarið er hann lék sér í garðinum með börnum sínum. Þó hann hafi komið sér á ról um miðja leiktíð þá varð hann aftur fyrir meiðslum og er enn frá en það styttist í að hann geti byrjað að æfa á fullu með liðsfélögum sínum.
Ólíklegt þykir að hann muni framlengja samning sinn við Liverpool nema hann nái að komast í form og skila af sér frábærum frammistöðum til að vinna sér inn framlengingu. Talið var að honum hafi verið boðinn samningur þar sem hann fengi borgað fyrir spilaða leiki en það féll ekki í góðan jarðveg og honum hafnað. Yfirgefi hann félagið í sumar þá er hann annar vinstri bakvörðurinn sem yfirgefur félagið á árinu en Andrea Dossena var seldur í upphafi árs, þá er aðeins eftir einn vinstri bakvörður í aðalliðinu svo líklega verður vinstri bakvörður ofarlega á óskalista knattspyrnustjórans í sumar.
Annað grískt lið, AEK, er einnig talið hafa áhuga á að tryggja sér þjónustu leikmanns Liverpool á næstu leiktíð en félagið vill framlengja lánssamning sinn við hinn efnilega Krisztian Nemeth sem hefur vakið athygli þar á bæ þrátt fyrir að hafa aðeins leikið tólf leiki á tímabilinu vegna meiðsla. Stjórnarformaður AEK er sagður hafa flogið til Liverpool til að freista þess að ná samkomulagi við Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan