| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Samningur Aurelio ekki endurnýjaður
Samningaviðræður Fabio Aurelio við félagið hafa ekki skilað árangri og því er ljóst að Brasilíumaðurinn mun þurfa að leita sér að nýju félagi í sumar. Félagið vildi bjóða honum samning þar sem hann fengið greitt miðað við hvað hann spilar mikið en Aurelio vildi fá fastan samning.
Rafa Benítez staðfesti þetta í viðtali en samningur Aurelio rennur út í næstu viku. Benítez viðurkennir að Aurelio verði saknað á næsta tímabili en hann kom til félagsins á frjálsri sölu árið 2006.
,,Samningur Fabio's er nánast útrunnuinn og hann mun fara frá okkur," sagði Benítez. ,,Við höfum verið að reyna að komast að samkomulagi en það er synd að það náðist ekki. Hann hefur þjónað okkur alveg stórkostlega. Fabio er topp atvinnumaður, frábær leikmaður og drengur góður. Ég meina hvert orð sem ég segi um hann."
,,Það hefur okkur verið mikil ánægja að hafa hann hér og við munum sakna hans."
Benítez þekkti vel til Aurelio þegar hann þjálfaði Valencia og fékk hann til félagsins sumarið 2006. Fyrsti leikur hans var gegn Chelsea í Samfélagsskildinum er hann kom inná sem varamaður. Aurelio meiddist svo í 8-liða úrslitum gegn PSV í Meistaradeildinni er hann sleit hásin, má þar með segja að meiðslasaga hans hjá félaginu hafi byrjað. Hæfileikana vantaði ekki í Aurelio og var hann jafnan traustur í vörninni þegar hann var heill og spyrnur hans margar hverjar mjög góðar.
Tímabilið 2008-2009 var hans besta hjá félaginu en hann var að mestu laus við meiðsli. Allir muna svo eftir stórglæsilegu marki hans beint úr aukaspyrnu gegn Manchester United á Old Trafford. Aurelio skoraði einnig glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu gegn Chelsea í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge.
Á síðasta tímabili var Aurelio meira og minna meiddur, t.d. meiddist hann slysalega í leik með börnum sínum síðasta sumar sem varð til þess að hann missti af byrjun tímabilsins. Hann spilaði svo ekki meira á tímabilinu eftir að hann meiddist gegn Blackburn þann 28. febrúar.
,,Eina vandamálið sem við áttum í basli með voru meiðslin og það var synd vegna þess að hann er góður leikmaður," sagði Benítez. ,,Þegar hann var í liðinu gátum við spilað boltanum fram völlinn frá vörninni vegna þess að hann heldur boltanum svo vel. Þar sem Fabio var svo mikið meiddur þurftum við að nota Insua meira en við hefðum viljað og það var ekki auðvelt fyrir hann."
,,Það er hægt að segja ýmislegt um leikmenn. En í tilfelli Fabio þá er hann frábær persóna sem gaf 100% í alla leiki. Ég óska honum alls hins besta."
Rafa Benítez staðfesti þetta í viðtali en samningur Aurelio rennur út í næstu viku. Benítez viðurkennir að Aurelio verði saknað á næsta tímabili en hann kom til félagsins á frjálsri sölu árið 2006.
,,Samningur Fabio's er nánast útrunnuinn og hann mun fara frá okkur," sagði Benítez. ,,Við höfum verið að reyna að komast að samkomulagi en það er synd að það náðist ekki. Hann hefur þjónað okkur alveg stórkostlega. Fabio er topp atvinnumaður, frábær leikmaður og drengur góður. Ég meina hvert orð sem ég segi um hann."
,,Það hefur okkur verið mikil ánægja að hafa hann hér og við munum sakna hans."
Benítez þekkti vel til Aurelio þegar hann þjálfaði Valencia og fékk hann til félagsins sumarið 2006. Fyrsti leikur hans var gegn Chelsea í Samfélagsskildinum er hann kom inná sem varamaður. Aurelio meiddist svo í 8-liða úrslitum gegn PSV í Meistaradeildinni er hann sleit hásin, má þar með segja að meiðslasaga hans hjá félaginu hafi byrjað. Hæfileikana vantaði ekki í Aurelio og var hann jafnan traustur í vörninni þegar hann var heill og spyrnur hans margar hverjar mjög góðar.
Tímabilið 2008-2009 var hans besta hjá félaginu en hann var að mestu laus við meiðsli. Allir muna svo eftir stórglæsilegu marki hans beint úr aukaspyrnu gegn Manchester United á Old Trafford. Aurelio skoraði einnig glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu gegn Chelsea í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge.
Á síðasta tímabili var Aurelio meira og minna meiddur, t.d. meiddist hann slysalega í leik með börnum sínum síðasta sumar sem varð til þess að hann missti af byrjun tímabilsins. Hann spilaði svo ekki meira á tímabilinu eftir að hann meiddist gegn Blackburn þann 28. febrúar.
,,Eina vandamálið sem við áttum í basli með voru meiðslin og það var synd vegna þess að hann er góður leikmaður," sagði Benítez. ,,Þegar hann var í liðinu gátum við spilað boltanum fram völlinn frá vörninni vegna þess að hann heldur boltanum svo vel. Þar sem Fabio var svo mikið meiddur þurftum við að nota Insua meira en við hefðum viljað og það var ekki auðvelt fyrir hann."
,,Það er hægt að segja ýmislegt um leikmenn. En í tilfelli Fabio þá er hann frábær persóna sem gaf 100% í alla leiki. Ég óska honum alls hins besta."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan