| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Roy hælir Spearing
Roy Hodgson hefur nú stýrt ungu liði í fyrstu tveimur leikjum sínum hjá Liverpool og þó að úrslitin hafi ekki verið þau bestu þá er Hodgson sáttur með frammistöðu ungu leikmanna liðsins og telur að nokkrir þeirra gætu verið að vinna sér inn tækifæri í aðalliðinu þegar leiktíðin hefst. Sá sem hefur heillað hann hvað mest er smávaxni Scouserinn Jay Spearing sem hefur verið sterkur í þessum tveimur leikjum.
"Spearing hefur staðið sig alveg sérstaklega vel í síðustu tveimur leikjum og verðskuldar án nokkurs vafa að vera hluti af aðalliðinu. Ég get vel skilið af hverju svo mörg félög hafa áhuga á því að fá hann lánaðan. Það sama má segja um Kelly, Eccleston og Amoo, þeir hafa allir staðið sig vel.
Þetta var framúrskarandi frammistaða frá þessum ungu strákum. Ég er vonsvikinn fyrir þeirra hönd vegna þess hve mikið þeir lögðu á sig og börðust í gegnum leikinn. Við gáfum þeim klaufalegt mark og vorum sofnaðir á verðinum. Ég bjóst við að það myndi gerast oftar en það gerðist.
Ég er frekar fúll fyrir þeirra hönd vegna þess að við stóðum vel í Kaiserslautern og mér fannst að við hefðum átt að nýta það betur hve mikið við héldum boltanum. Þetta var ekki eins slæmt og það hefði getað orðið. Þessir ungu strákar geta sent betur en þeir gerðu, en hvað varðar vinnu og þránna sem þeir sýndu þá er ekki hægt að sakast í þeim. Þetta er fínn endir á æfingabúðunum." sagði Hodgson.
Hodgson telur að frammistaðan sem hans menn sýndu í leiknum hefði getað verðskuldað jafntefli og er hann viss um að nokkrir af þeim sem tóku þátt í leiknum munu vera í myndinni hjá aðalliðinu í vetur.
"Ef við hefðum gert 0-0 jafntefli þá held ég að enginn hefði getað sagt að við hefðum verið heppnir. Ég held að þeir hafi fengið ágætis æfingu úr þessu. Mótun liðsins eftir að hafa aðeins unnið saman í tíu daga var góð og hreyfingarnar á leikmönnum eins og Amoo og Ince voru líka mjög góðar. Þeir eru báðir leikmenn úr Akademíunni en maður hefði getað talið að þeir hefðu spilað í Bundesligunni allt sitt líf. Það sama má segja um Kelly og Ayala þeir stóðu sig líka frábærlega.
Flestir þessara leikmanna munu vera hluti af liðinu okkar. Einn eða tveir eru sérstaklega ungir, eins og Jack Robinson og [Guðlaugur] Victor Pálsson og kannski verða þeir ekki með aðalliðinu, en nokkrir aðrir munu vera það."
Þrátt fyrir að hafa ekki haft nema örfáa aðalliðsleikmenn í æfingabúðunum þá er stjórinn ánægður með vinnuna sem leikmennirnir sem þar voru lögðu á sig en nú hlakkar honum mikið til að hitta aðalliðsmenn sína þegar hann snýr aftur til Melwood.
"Í heildina séð hefur þetta verið frábært. Ef við hefðum náð réttum úrslitum í þessum leikjum þá hefði það verið frábær, kannski er það gott að við gerðum ekkert alltof vel. Við getum nú áttað okkur á því að þó við höfum gert vel þá er enn mikil vinna eftir fyrir okkur. Enn og aftur þá get ég ekki verið ánægðri með það hvernig leikmennirnir hafa brugðist við vinnunni.
Við sjáum nú til hversu marga aðalliðsmenn við höfum núna. Ég vil hafa lið með um það bil 25 leikmönnum í og við munum athuga hversu margir þeirra eru innvafnir í það núna."
Aðeins fjórir leikmenn sem tóku þátt á Heimsmeistaramótinu æfðu með Hodgson í Sviss en það munu enn fleiri bíða hans á Melwood og svo styttist óðum í að enn fleiri leikmenn munu hefja aftur æfingar með Liverpool eftir að sumarfrí þeirra lýkur.
"Spearing hefur staðið sig alveg sérstaklega vel í síðustu tveimur leikjum og verðskuldar án nokkurs vafa að vera hluti af aðalliðinu. Ég get vel skilið af hverju svo mörg félög hafa áhuga á því að fá hann lánaðan. Það sama má segja um Kelly, Eccleston og Amoo, þeir hafa allir staðið sig vel.
Þetta var framúrskarandi frammistaða frá þessum ungu strákum. Ég er vonsvikinn fyrir þeirra hönd vegna þess hve mikið þeir lögðu á sig og börðust í gegnum leikinn. Við gáfum þeim klaufalegt mark og vorum sofnaðir á verðinum. Ég bjóst við að það myndi gerast oftar en það gerðist.
Ég er frekar fúll fyrir þeirra hönd vegna þess að við stóðum vel í Kaiserslautern og mér fannst að við hefðum átt að nýta það betur hve mikið við héldum boltanum. Þetta var ekki eins slæmt og það hefði getað orðið. Þessir ungu strákar geta sent betur en þeir gerðu, en hvað varðar vinnu og þránna sem þeir sýndu þá er ekki hægt að sakast í þeim. Þetta er fínn endir á æfingabúðunum." sagði Hodgson.
Hodgson telur að frammistaðan sem hans menn sýndu í leiknum hefði getað verðskuldað jafntefli og er hann viss um að nokkrir af þeim sem tóku þátt í leiknum munu vera í myndinni hjá aðalliðinu í vetur.
"Ef við hefðum gert 0-0 jafntefli þá held ég að enginn hefði getað sagt að við hefðum verið heppnir. Ég held að þeir hafi fengið ágætis æfingu úr þessu. Mótun liðsins eftir að hafa aðeins unnið saman í tíu daga var góð og hreyfingarnar á leikmönnum eins og Amoo og Ince voru líka mjög góðar. Þeir eru báðir leikmenn úr Akademíunni en maður hefði getað talið að þeir hefðu spilað í Bundesligunni allt sitt líf. Það sama má segja um Kelly og Ayala þeir stóðu sig líka frábærlega.
Flestir þessara leikmanna munu vera hluti af liðinu okkar. Einn eða tveir eru sérstaklega ungir, eins og Jack Robinson og [Guðlaugur] Victor Pálsson og kannski verða þeir ekki með aðalliðinu, en nokkrir aðrir munu vera það."
Þrátt fyrir að hafa ekki haft nema örfáa aðalliðsleikmenn í æfingabúðunum þá er stjórinn ánægður með vinnuna sem leikmennirnir sem þar voru lögðu á sig en nú hlakkar honum mikið til að hitta aðalliðsmenn sína þegar hann snýr aftur til Melwood.
"Í heildina séð hefur þetta verið frábært. Ef við hefðum náð réttum úrslitum í þessum leikjum þá hefði það verið frábær, kannski er það gott að við gerðum ekkert alltof vel. Við getum nú áttað okkur á því að þó við höfum gert vel þá er enn mikil vinna eftir fyrir okkur. Enn og aftur þá get ég ekki verið ánægðri með það hvernig leikmennirnir hafa brugðist við vinnunni.
Við sjáum nú til hversu marga aðalliðsmenn við höfum núna. Ég vil hafa lið með um það bil 25 leikmönnum í og við munum athuga hversu margir þeirra eru innvafnir í það núna."
Aðeins fjórir leikmenn sem tóku þátt á Heimsmeistaramótinu æfðu með Hodgson í Sviss en það munu enn fleiri bíða hans á Melwood og svo styttist óðum í að enn fleiri leikmenn munu hefja aftur æfingar með Liverpool eftir að sumarfrí þeirra lýkur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan