| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fabio Aurelio skrifar undir !
Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í dag að Fabio Aurelio skrifaði undir tveggja ára samning við Liverpool. Þykir þetta tíðindum sæta því Aurelio hafði fyrr í sumar farið frá félaginu eftir að samningur hans rann út og samningaviðræður milli hans og félagsins báru ekki árangur.
Roy Hodgson hafði hinsvegar áhuga á að kanna stöðuna á þessum oftar en ekki meiðslum hrjáða bakverði og fékk hann aftur á Melwood til að meta stöðuna á honum, hann hafði þetta að segja um málið:
,,Ég bað starfsmenn félagsins um að athuga hvort að Aurelio hefði fundið sér nýtt félag. Þegar við vorum búnir að ganga úr skugga um að svo var ekki bauð ég honum á Melwood svo að ég, starfsfólk mitt og læknaliðið gæti lagt almennilegt mat á leikmanninn."
,,Við vorum öll mjög ánægð með hann og ég er hæstánægður með að við skyldum hafa getið fengið hann aftur til félagsins."
Aurelio fór svo með liðinu í dag sem flaug til Þýskalands til að spila æfingaleik við Borussia Mönchengladbach á morgun, sunnudag.
Roy Hodgson hafði hinsvegar áhuga á að kanna stöðuna á þessum oftar en ekki meiðslum hrjáða bakverði og fékk hann aftur á Melwood til að meta stöðuna á honum, hann hafði þetta að segja um málið:
,,Ég bað starfsmenn félagsins um að athuga hvort að Aurelio hefði fundið sér nýtt félag. Þegar við vorum búnir að ganga úr skugga um að svo var ekki bauð ég honum á Melwood svo að ég, starfsfólk mitt og læknaliðið gæti lagt almennilegt mat á leikmanninn."
,,Við vorum öll mjög ánægð með hann og ég er hæstánægður með að við skyldum hafa getið fengið hann aftur til félagsins."
Aurelio fór svo með liðinu í dag sem flaug til Þýskalands til að spila æfingaleik við Borussia Mönchengladbach á morgun, sunnudag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan