| Sf. Gutt

Stoltur fyrirliði

Það var stoltur fyrirliði sem leiddi Liverpool til leiks gegn FK Rabotnicki í Makedóníu á dögunum. Roy Hodgson ákvað að velja Lucas Leiva sem fyrirliða í fyrsta leik sínum sem framkvæmdastjóri Liverpool. 

Brasilíumaðurinn hafði leikið flesta leiki af þeim leikmönnum sem voru til taks fyrir leikinn og líklega hefur það ráðið mestu um að hann fékk fyrirliðabandið. Lucas, sem hafði líka verið fyrirliði í tveimur fyrstu æfingaleikjunum, hafði þetta að segja eftir leikinn. 

,,Ég er virkilega stoltur og ánægður en auðvitað var aðalatriðið að ná sigri í leiknum. Ég veit að það eru margir reyndari leikmenn á undan mér í röðinni en ég vona að ég hafi staðið mig vel og geti haldið áfram."
 
,,Við erum mjög ánægðir með að ná fyrsta sigri okkar á þessu keppnistímabili. Þetta var mikilvægur leikur og við skiluðum góðu verki með því að skora tvö útimörk og halda okkar marki hreinu."

Lucas Leiva lék vel með Liverpool á síðasta keppnistímabili og það má búast við því að hann verði fastamaður á þessu ef Javier Mascherano fer eins og flest bendir til. Reyndar er vitað að einhver félög hafa áhuga á Brasilíumanninum sem var á dögunum valinn í landsliðið fyrir komandi æfingaleik liðsins.  

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan