| Ólafur Haukur Tómasson
Bakvörðurinn Fabio Aurelio, nýjasti leikmaður Liverpool sem fór frá félaginu fyrr í sumar, hefur fengið nýtt treyjunúmer fyrir komandi tímabil. Hann lék áður í treyju númer tólf hjá Liverpool en nú hefur hann fengið treyju númer sex.
Síðasti leikmaðurinn sem lék undir þessu númeri var Norðmaðurinn John Arne Riise en Emlyn Hughes, Alan Hansen og Markus Babbel eru einnig meðal þeirra leikmanna sem hafa spilað í treyju númer sex.
Aurelio var eins og áður segir farinn frá Liverpool eftir að hafa ekki komist að samkomulagi um nýjan samning á meðan Rafael Benitez var við stjórnvölin hjá félaginu. Hann fékk hins vegar að æfa áfram með Liverpool í þeirri von að heilla Roy Hodgson og nýja læknaliðið, sem hann að sjálfsögðu gerði og fékk í kjölfarið tveggja ára samning við félagið sem hann var nýbúinn að yfirgefa.
TIL BAKA
Aurelio fær nýtt númer

Síðasti leikmaðurinn sem lék undir þessu númeri var Norðmaðurinn John Arne Riise en Emlyn Hughes, Alan Hansen og Markus Babbel eru einnig meðal þeirra leikmanna sem hafa spilað í treyju númer sex.
Aurelio var eins og áður segir farinn frá Liverpool eftir að hafa ekki komist að samkomulagi um nýjan samning á meðan Rafael Benitez var við stjórnvölin hjá félaginu. Hann fékk hins vegar að æfa áfram með Liverpool í þeirri von að heilla Roy Hodgson og nýja læknaliðið, sem hann að sjálfsögðu gerði og fékk í kjölfarið tveggja ára samning við félagið sem hann var nýbúinn að yfirgefa.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan