| Sf. Gutt
TIL BAKA
Daniel Pacheco hækkaður í tign
Daniel Pacheco hefur verið hækkaður í tign hjá Liverpool með því að fá lægra númer á treyju sína. Daniel Pacheco hefur verið númer 47 en nú hefur hann fengið treyju númer 12. Þetta vísar kannski á fleiri tækifæri fyrir hann hjá aðalliði Liverpool á þessari leiktíð en hann hefur verið talinn efnilegasti leikmaður Liverpool síðustu tvö árin eða svo.
Daniel lék sinn áttunda leik með Liverpool þegar hann var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu gegn Rabotnicki á Anfield Road í síðustu viku. Í þeim leik stóð hann sig með ágætum.
Val hans í þennan leik kom kannski á óvart vegna þess að Daniel var ekki búinn að leika einn einasta æfingaleik með Liverpool í sumar vegna þess að hann var að spila, síðustu vikurnar, með undir 19 ára landsliði Spánar á Evrópumóti þar sem Spánverjar töpuðu í úrslitum fyrir Frökkum. Daniel lék mjög vel á mótinu og var talinn einn allra besti leikmaður þess.
Hann nær nú vonandi í nánustu framtíð að verða meira en efnilegur og styrkja sóknarleik Liverpool. Ekki veitir af að fá einn efnilegan leikmann til að láta vel að sér kveða í aðalliðinu.
Daniel lék sinn áttunda leik með Liverpool þegar hann var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu gegn Rabotnicki á Anfield Road í síðustu viku. Í þeim leik stóð hann sig með ágætum.
Val hans í þennan leik kom kannski á óvart vegna þess að Daniel var ekki búinn að leika einn einasta æfingaleik með Liverpool í sumar vegna þess að hann var að spila, síðustu vikurnar, með undir 19 ára landsliði Spánar á Evrópumóti þar sem Spánverjar töpuðu í úrslitum fyrir Frökkum. Daniel lék mjög vel á mótinu og var talinn einn allra besti leikmaður þess.
Hann nær nú vonandi í nánustu framtíð að verða meira en efnilegur og styrkja sóknarleik Liverpool. Ekki veitir af að fá einn efnilegan leikmann til að láta vel að sér kveða í aðalliðinu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan