| Sf. Gutt
Daniel Pacheco hefur verið hækkaður í tign hjá Liverpool með því að fá lægra númer á treyju sína. Daniel Pacheco hefur verið númer 47 en nú hefur hann fengið treyju númer 12. Þetta vísar kannski á fleiri tækifæri fyrir hann hjá aðalliði Liverpool á þessari leiktíð en hann hefur verið talinn efnilegasti leikmaður Liverpool síðustu tvö árin eða svo.
Daniel lék sinn áttunda leik með Liverpool þegar hann var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu gegn Rabotnicki á Anfield Road í síðustu viku. Í þeim leik stóð hann sig með ágætum.
Val hans í þennan leik kom kannski á óvart vegna þess að Daniel var ekki búinn að leika einn einasta æfingaleik með Liverpool í sumar vegna þess að hann var að spila, síðustu vikurnar, með undir 19 ára landsliði Spánar á Evrópumóti þar sem Spánverjar töpuðu í úrslitum fyrir Frökkum. Daniel lék mjög vel á mótinu og var talinn einn allra besti leikmaður þess.
Hann nær nú vonandi í nánustu framtíð að verða meira en efnilegur og styrkja sóknarleik Liverpool. Ekki veitir af að fá einn efnilegan leikmann til að láta vel að sér kveða í aðalliðinu.
TIL BAKA
Daniel Pacheco hækkaður í tign

Daniel lék sinn áttunda leik með Liverpool þegar hann var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu gegn Rabotnicki á Anfield Road í síðustu viku. Í þeim leik stóð hann sig með ágætum.
Val hans í þennan leik kom kannski á óvart vegna þess að Daniel var ekki búinn að leika einn einasta æfingaleik með Liverpool í sumar vegna þess að hann var að spila, síðustu vikurnar, með undir 19 ára landsliði Spánar á Evrópumóti þar sem Spánverjar töpuðu í úrslitum fyrir Frökkum. Daniel lék mjög vel á mótinu og var talinn einn allra besti leikmaður þess.
Hann nær nú vonandi í nánustu framtíð að verða meira en efnilegur og styrkja sóknarleik Liverpool. Ekki veitir af að fá einn efnilegan leikmann til að láta vel að sér kveða í aðalliðinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan