| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Fabio ánægður með að vera
Það kom öllum í opna skjöldu þegar fréttist að Fabio Aurelio hefði hætt við að hætta að fara frá Liverpool. Hann er mjög ánægður með að þurfa ekki að fara neitt og geta verið áfram í herbúðum Liverpool.
,,Ég vildi svo sem aldrei fara en samningurinn minn var útrunninn þannig að staðan var sú að ég þyrfti að fara. Ég var því mjög ánægður þegar færi gafst á að gera annan samning. Það var ekki bara ég sem var ánægður með þetta því fjölskyldan mín hefur verið mjög ánægð hérna og enda búin að koma sér vel fyrir. Við vorum því ekkert mjög ánægð þegar allt útlit var orðið á því að við þyrfum að flytja í burtu. Sem betur fer þá þurfum við ekki að fara neitt og það er bara algjör draumur að eiga kost á því að vinna hérna á nýjan leik."
Fabio var farinn að skoða aðra möguleika í kjölfar þess að samningur hans rann út í sumar en hann var ekki búinn að semja við annað félag.
,,Það var búið að ræða aðra möguleika en um leið og Liverpool hafði samband þurfti ekkert meira að gera í því máli. Ég hafði ekki áhuga á að flytja úr landi og það er ekki rétt að nefna hvaða tilboð komu. Mestu skiptir að ég er kominn aftur og ég er ánægður. Núna vil ég leggja mitt af mörkum til að gera liðið betra. Ég átti ekki von á því að koma hingað aftur og mig langar til að þakka framkvæmdastjóranum því hann lét félagið vita af þeirri stöðu sem ég var í. Hann sá tækifærið og hafði samband við mig. Það var svo auðvelt að ganga frá málinu."
Þessi þróun mála með Fabio Aurelio er líklega einsdæmi í sögu Liverpool. Það er að samningur leikmanns hafi runnið út og svo hafi verið samið við sama mann upp á nýtt áður en hann náði að gera samning við annað félag.
,,Ég vildi svo sem aldrei fara en samningurinn minn var útrunninn þannig að staðan var sú að ég þyrfti að fara. Ég var því mjög ánægður þegar færi gafst á að gera annan samning. Það var ekki bara ég sem var ánægður með þetta því fjölskyldan mín hefur verið mjög ánægð hérna og enda búin að koma sér vel fyrir. Við vorum því ekkert mjög ánægð þegar allt útlit var orðið á því að við þyrfum að flytja í burtu. Sem betur fer þá þurfum við ekki að fara neitt og það er bara algjör draumur að eiga kost á því að vinna hérna á nýjan leik."
Fabio var farinn að skoða aðra möguleika í kjölfar þess að samningur hans rann út í sumar en hann var ekki búinn að semja við annað félag.
,,Það var búið að ræða aðra möguleika en um leið og Liverpool hafði samband þurfti ekkert meira að gera í því máli. Ég hafði ekki áhuga á að flytja úr landi og það er ekki rétt að nefna hvaða tilboð komu. Mestu skiptir að ég er kominn aftur og ég er ánægður. Núna vil ég leggja mitt af mörkum til að gera liðið betra. Ég átti ekki von á því að koma hingað aftur og mig langar til að þakka framkvæmdastjóranum því hann lét félagið vita af þeirri stöðu sem ég var í. Hann sá tækifærið og hafði samband við mig. Það var svo auðvelt að ganga frá málinu."
Þessi þróun mála með Fabio Aurelio er líklega einsdæmi í sögu Liverpool. Það er að samningur leikmanns hafi runnið út og svo hafi verið samið við sama mann upp á nýtt áður en hann náði að gera samning við annað félag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan