| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Aquilani mögulega lánaður til Ítalíu
Roy Hodgson hefur segir að Alberto Aquilani verði hugsanlega lánaður til liðs í ítölsku deildinni, Serie-A.
Aquilani var ekki í leikmannahópnum sem mætti Trabzonspor á fimmtudagskvöldið og viðurkenndi Hodgson það á blaðamannafundi að hugsanlega yrði Ítalinn lánaður til heimalandsins.
,,Sem stendur erum við að hugsa um að lána hann til félags á Ítalíu en það er ekkert öruggt í því ennþá og því eru engar frekari fréttir af þeim málum," sagði Hodgson.
,,Ég vildi ekki nota hann í leiknum ef ske kynni að hann yrði lánaður, það er mjög mikilvægt að hann spili reglulega fótbolta í liði þar sem hann er fyrsti maður í byrjunarliði. Ég get ekki lofað honum því hér og ef hann fer til Ítalíu þá gæti það verið besta lausnin fyrir alla aðila."
,,Það er klárlega það sem hann þarfnast, þannig myndi verðgildi hans sem leikmanns haldast og ef hann kemur aftur til félagsins munum við þá klárlega sjá hinn rétta Aquilani áður en hann kom hingað meiddur síðasta sumar."
Þessar fréttir koma kannski svolítið á óvart því fyrir tímabilið lýstu menn yfir ánægju með að Aquilani væri að æfa vel á undirbúningstímabilinu. Allt leit því út fyrir að hann myndi spila gott hlutverk með liðinu á tímabilinu en nú virðist vera komið annað hljóð í strokkinn.
Aquilani var ekki í leikmannahópnum sem mætti Trabzonspor á fimmtudagskvöldið og viðurkenndi Hodgson það á blaðamannafundi að hugsanlega yrði Ítalinn lánaður til heimalandsins.
,,Sem stendur erum við að hugsa um að lána hann til félags á Ítalíu en það er ekkert öruggt í því ennþá og því eru engar frekari fréttir af þeim málum," sagði Hodgson.
,,Ég vildi ekki nota hann í leiknum ef ske kynni að hann yrði lánaður, það er mjög mikilvægt að hann spili reglulega fótbolta í liði þar sem hann er fyrsti maður í byrjunarliði. Ég get ekki lofað honum því hér og ef hann fer til Ítalíu þá gæti það verið besta lausnin fyrir alla aðila."
,,Það er klárlega það sem hann þarfnast, þannig myndi verðgildi hans sem leikmanns haldast og ef hann kemur aftur til félagsins munum við þá klárlega sjá hinn rétta Aquilani áður en hann kom hingað meiddur síðasta sumar."
Þessar fréttir koma kannski svolítið á óvart því fyrir tímabilið lýstu menn yfir ánægju með að Aquilani væri að æfa vel á undirbúningstímabilinu. Allt leit því út fyrir að hann myndi spila gott hlutverk með liðinu á tímabilinu en nú virðist vera komið annað hljóð í strokkinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan