| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Alberto Aquilani lánaður til Juventus
Líkt og áður hefur komið fram þá greindi Roy Hodgson frá því að Liverpool hefði í hyggju að lána Alberto Aquilani til Ítalíu til að hann muni fá vikulegan spilatíma. Roy sagðist ekki geta lofað Ítalanum því að spila reglulega hjá Liverpool. En með því að vera fastamaður í liði getur Alberto hugsanlega komið sér í gott leikform og náð leik sínum upp svo hann geti komið sterkur aftur til Liverpool að tímabilinu loknu.
Nú hefur Liverpool greint frá því að félagið hafi komist að samkomulagi við ítalska liðið Juventus þess efnis að Aquilani eyði tímabilinu þar á eins árs lánssamning. Áður en þessi skipti ganga í gegn fer hann í læknisskoðun á Ítalíu eftir helgi.
,,Ég er ánægður með að vera að fara heim. Ég var hjá Liverpool en ég þarf að spila og helst vikulega. Ég er mjög ánægður með tækifærið sem Juventus hefur gefið mér." sagði Aquilani við ítalskt blað.
Ákvörðun Liverpool að lána Aquilani, sem keyptur var fyrir síðustu leiktíð á sautján milljónir punda frá Róma, kemur líklega flestum stuðningsmönnum Liveprool í opna skjöldu. Þetta eru önnur félagsskipti leikmanna á milli Juventus og Liverpool í sumar þar sem að fyrir rúmri viku síðan þá keypti Liverpool miðjumanninn Christian Poulsen frá Ítölunum.
Ekki hefur verið greint frá einhverju uppsettu verði sem segir til um hvort að Juventus megi kaupa Aquilani frá Liverpool að lánssamningnum loknum. Það er vonandi fyrir Liverpool að Alberto geti bætt sinn leik og komi tvíefldur til Liverpool næsta sumar.
Nú hefur Liverpool greint frá því að félagið hafi komist að samkomulagi við ítalska liðið Juventus þess efnis að Aquilani eyði tímabilinu þar á eins árs lánssamning. Áður en þessi skipti ganga í gegn fer hann í læknisskoðun á Ítalíu eftir helgi.
,,Ég er ánægður með að vera að fara heim. Ég var hjá Liverpool en ég þarf að spila og helst vikulega. Ég er mjög ánægður með tækifærið sem Juventus hefur gefið mér." sagði Aquilani við ítalskt blað.
Ákvörðun Liverpool að lána Aquilani, sem keyptur var fyrir síðustu leiktíð á sautján milljónir punda frá Róma, kemur líklega flestum stuðningsmönnum Liveprool í opna skjöldu. Þetta eru önnur félagsskipti leikmanna á milli Juventus og Liverpool í sumar þar sem að fyrir rúmri viku síðan þá keypti Liverpool miðjumanninn Christian Poulsen frá Ítölunum.
Ekki hefur verið greint frá einhverju uppsettu verði sem segir til um hvort að Juventus megi kaupa Aquilani frá Liverpool að lánssamningnum loknum. Það er vonandi fyrir Liverpool að Alberto geti bætt sinn leik og komi tvíefldur til Liverpool næsta sumar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan