| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Kuyt fer hvergi
Dirk Kuyt hefur stigið fram og tekið af allan vafa um framtíð hans hjá félaginu. Hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að fara frá félaginu.
Kuyt skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á Trabzonspor fyrr í kvöld (fimmtudagskvöld) og notaði tækifærið eftir leikinn til að lýsa því yfir að hann færi hvergi.
,,Allir hafa verið að tala um framtíð mína en hvað mig varðar er framtíð mín hjá Liverpool," sagði hann. ,,Ég hef átt frábærar stundir hér hingað til og ég vona að framtíð mín verði það einnig og að ég geti unnið bikara hjá Liverpool."
Leikurinn gegn Trabzonspor var erfiður, þá aðallega vegna mikillar rigningar í Trabzon og strax í upphafi leiks var ljóst að leikurinn yrði erfiður því Tyrkirnir skoruðu strax á 4. mínútu. Leikmenn Liverpool héldu hinsvegar út og sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á leikinn. Jöfnunarmarkið kom á 84. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Kuyt sigurmarkið. Þessi úrslit þýða að Liverpool komast nú í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en dregið er á föstudaginn.
,,Fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur og það var erfitt að spila á þessum velli," sagði Kuyt. ,,Það rigndi í allan dag. Eftir að við lentum 1-0 undir komum við til baka, við vorum þolinmóðir og biðum eftir okkar tækifærum. Við erum augljóslega ánægðir með úrslitin."
,,Það er mikilvægt fyrir okkur að vera í Evrópudeildinni. Við viljum vinna titla og þetta er ein af þeim keppnum sem við viljum standa okkur vel í."
Kuyt skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á Trabzonspor fyrr í kvöld (fimmtudagskvöld) og notaði tækifærið eftir leikinn til að lýsa því yfir að hann færi hvergi.
,,Allir hafa verið að tala um framtíð mína en hvað mig varðar er framtíð mín hjá Liverpool," sagði hann. ,,Ég hef átt frábærar stundir hér hingað til og ég vona að framtíð mín verði það einnig og að ég geti unnið bikara hjá Liverpool."
Leikurinn gegn Trabzonspor var erfiður, þá aðallega vegna mikillar rigningar í Trabzon og strax í upphafi leiks var ljóst að leikurinn yrði erfiður því Tyrkirnir skoruðu strax á 4. mínútu. Leikmenn Liverpool héldu hinsvegar út og sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á leikinn. Jöfnunarmarkið kom á 84. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Kuyt sigurmarkið. Þessi úrslit þýða að Liverpool komast nú í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en dregið er á föstudaginn.
,,Fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur og það var erfitt að spila á þessum velli," sagði Kuyt. ,,Það rigndi í allan dag. Eftir að við lentum 1-0 undir komum við til baka, við vorum þolinmóðir og biðum eftir okkar tækifærum. Við erum augljóslega ánægðir með úrslitin."
,,Það er mikilvægt fyrir okkur að vera í Evrópudeildinni. Við viljum vinna titla og þetta er ein af þeim keppnum sem við viljum standa okkur vel í."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan