| Sf. Gutt
TIL BAKA
Á fornar slóðir
Dirk Kuyt snýr á fornar slóðir í kvöld þegar Liverpool mætir hollenska liðinu Utrecht. Það var einmitt með því liði sem Dirk hóf atvinnumannaferil sinn.
Dirk lék með liðinu frá 1998 til 2003 en þá um vorið varð hann hollenskur bikarmeistari þegar Utrecht vann Feyenoord 4:1. Þetta er enn eini titilinn sem Dirk hefur unnið. Hann gekk svo til liðs við tapliðið sumarið 2003 en með því spilaði hann til 2006 þegar hann fór til Liverpool.
Dirk segist eiga Utrecht mikið að þakka og hann hlakkar mikið til að spila gegn gamla liðinu sínu.
,,Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að snúa aftur. Þetta er liðið sem gaf mér tækifæri á að leika sem atvinnuknattspyrnumaður. Ég lék þar í fimm ár og það var mjög gaman að spila með félaginu. Ég er mjög glaður yfir því að hafa fengið tækifæri með því."
,,Ég þekki ekki marga leikmenn sem spila þarna núna og það eru bara tveir eða þrír ennþá í liðinu en ég þekki nokkra náunga sem vinna hjá félaginu og það verður skemmtilegt að koma og hitta þá á nýjan leik."
Þegar Dirk meiddist á öxl í byrjun mánaðarins var óljóst hversu lengi hann yrði frá keppni. Hann hafði miklar áhyggjur af því að hann myndi missa af því að spila gegn Utrecht en allt fór á besta veg.
Það verður án nokkurs vafa vel tekið á móti Dirk Kuyt á gamla heimavellinum hans en hann var mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum Utrecht ekki síður en síðar hjá Feyenoord.
Dirk lék með liðinu frá 1998 til 2003 en þá um vorið varð hann hollenskur bikarmeistari þegar Utrecht vann Feyenoord 4:1. Þetta er enn eini titilinn sem Dirk hefur unnið. Hann gekk svo til liðs við tapliðið sumarið 2003 en með því spilaði hann til 2006 þegar hann fór til Liverpool.
Dirk segist eiga Utrecht mikið að þakka og hann hlakkar mikið til að spila gegn gamla liðinu sínu.
,,Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að snúa aftur. Þetta er liðið sem gaf mér tækifæri á að leika sem atvinnuknattspyrnumaður. Ég lék þar í fimm ár og það var mjög gaman að spila með félaginu. Ég er mjög glaður yfir því að hafa fengið tækifæri með því."
,,Ég þekki ekki marga leikmenn sem spila þarna núna og það eru bara tveir eða þrír ennþá í liðinu en ég þekki nokkra náunga sem vinna hjá félaginu og það verður skemmtilegt að koma og hitta þá á nýjan leik."
Þegar Dirk meiddist á öxl í byrjun mánaðarins var óljóst hversu lengi hann yrði frá keppni. Hann hafði miklar áhyggjur af því að hann myndi missa af því að spila gegn Utrecht en allt fór á besta veg.
Það verður án nokkurs vafa vel tekið á móti Dirk Kuyt á gamla heimavellinum hans en hann var mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum Utrecht ekki síður en síðar hjá Feyenoord.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan