| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fernando enn meiddur
Fernando Torres er ennþá einu sinni kominn á meiðslalistann. Hann fór af velli eftir tíu mínútur á sunnudaginn þegar Liverpool tapaði fyrir Blackpool. Skoðun læknaliðs Liverpool staðfesti að heimsmeistarinn væri meiddur í nára. Um leið og meinið var greint var tilkynnt að Fernando myndi ekki gefa kost á sér í spænska landsliðið sem leikur tvo leiki í næsta landsleikjahrotu.
Fernando fer nú í stífa sjúkraþjálfun. Ekki er enn ljóst hvort hann verður orðinn leikfær þegar Liverpool mætir Everton í botnslag um aðra helgi en mestu skiptir að hann nái að hrista þennan erfiða meiðsladraug af sér. Þessi meiðsli Fernando eru enn eitt áfallið fyrir Liverpool og sannast nú, sem oftar, að sjaldan er ein báran stök.
Fernando hefur aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni en hann hefur átt þátt í fjórum þannig hann hefur komið við sögu í fimm af þeim sjö deildarmörkum sem Liverpool hefur skorað hingað til. Þrátt fyrir mikla gagnrýni þá hefur hann nú ekki verið verri en þetta.
Fernando fer nú í stífa sjúkraþjálfun. Ekki er enn ljóst hvort hann verður orðinn leikfær þegar Liverpool mætir Everton í botnslag um aðra helgi en mestu skiptir að hann nái að hrista þennan erfiða meiðsladraug af sér. Þessi meiðsli Fernando eru enn eitt áfallið fyrir Liverpool og sannast nú, sem oftar, að sjaldan er ein báran stök.
Fernando hefur aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni en hann hefur átt þátt í fjórum þannig hann hefur komið við sögu í fimm af þeim sjö deildarmörkum sem Liverpool hefur skorað hingað til. Þrátt fyrir mikla gagnrýni þá hefur hann nú ekki verið verri en þetta.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan