| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Steven með þrennu í góðum sigri á Napoli
Steven Gerrard gerði gæfumuninn í leik Liverpool og Napoli í Evrópudeildinni í kvöld. Fyrirliðinn skoraði þrennu á 14 mínútna kafla í síðari hálfleik og tryggði Liverpool góðan 3-1 sigur.
Reyndar byrjaði fyrirliðinn leikinn á bekknum, en rétt eins og í fyrri Evrópudeildarleikjum gaf Hodgson nokkrum varaliðsmönnum tækifæri í kvöld. Alls gerði Hodgson sex breytingar á byrjunarliðinu frá því í sigurleiknum gegn Bolton á sunnudaginn og ánægjulegast við liðsuppstillingu kvöldsins var að Glen Johnson var mættur í hægri bakvörðinn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Christian Poulsen og Jay Spearing voru á miðri miðjunni með þá Jonjo Shelvey, Raul Meireles og Milan Jovanovic allt í kringum sig og David Ngog einan frammi.
Fyrri hálfleikur var heldur dauflegur og lítið um færi. Okkar menn voru þó heldur meira með boltann, en eins og stundum áður vantaði meiri ógnun og ákveðni í sóknarleikinn. Liverpool byrjaði þó nokkuð kröftuglega og fékk tvær hornspyrnur á fyrstu mínútum leiksins, en fyrsta markverða færi leiksins kom þó hinum megin á vellinum þegar Lavezzi skaut föstu skoti í Konchesky og í hliðarnetið.
Á 17. mínútu áttu Ítalirnir fallega sókn sem endaði með skoti sem Jamie Carragher, sem var fyrirliði Liverpool í fyrri hálfleik, varði á sinn einstaka hátt. Tveimur mínútum síðar komst Cavani í gott færi en skot hans fór himinhátt yfir.
Á 24. mínútu hefði getað farið illa fyrir okkar mönnum, þegar Jonjo Shelvey átti afleita sendingu til baka af miðjunni. Lavezzi komst inn í sendinguna, en sem betur fer var skot Ítalans álíka gáfulegt og sending Shelveys.
Á 26. mínútu leit fyrsta gula spjald leiksins dagsins ljós. Glen Johnson fékk að líta það eftir klaufalega tæklingu á Cavani.
Á 29. mínútu komust gestirnir síðan yfir, eftir að Christian Poulsen hafði átt afleitan skalla til baka. Cavani komst inn í og sendi á Lavezzi sem sendi boltann fram hjá Reina í markinu. 1-0!
Aðeins tveimur mínútum síðar munaði minnstu að Dananum yrði fyrirgefið, en þá átti hann góða sendingu inn fyrir vörnina á David Ngog sem var í upplögðu færi. Skot Frakkans var hinsvegar arfaslakt og fór fram hjá markinu.
Það sem eftir lifði hálfleiksins gerðist ekki mikið inni á vellinum. Sem fyrr var Liverpool heldur meira með boltann, en það er varla hægt að segja að nokkuð hafi verið að gerast í sóknarleik liðsins. Enda labbaði Steven Gerrard inn í klefa tveimur mínútum fyrir lok hálfleiksins ásamt nuddara liðsins og nokkuð ljóst að fyrirliðanum væri ætlað að koma inn á eftir leikhlé.
Það var Milan Jovanovic sem fékk það hlutskipti að búa til pláss fyrir Gerrard á vellinum, en Serbinn hafði ekki gert miklar rósir í fyrri hálfleiknum. Án þess þó að hafa verið áberandi verri en aðrir í liðinu.
Innkoma Gerrard breytti gangi leiksins talsvert. Okkar menn náðu betri stjórn á miðjunni og sóknarleikurinn varð beittari. Napoli liðið byrjaði hálfleikinn reyndar af nokkrum krafti og á 51. mínútu mátti minnstu muna að Ítalirnir kæmust í 2-0 þegar Maggio fékk fyrirgjöf beint á kollinn þar sem hann stóð einn og óvaldaður fimm metra frá marki Liverpool. Til allrar lukku var skalli Maggios ekki til mikilla vandræða fyrir Pepe Reina í markinu.
Einungis mínútu síðar lét Steven Gerrard til sín taka hinum megin, eftir góðan undirbúning Raúl Meireles, en skotið fór hátt yfir markið.
Á 60. mínútu átti David Ngog frábæra sendingu beint á kollinn á Jonjo Shelvey, sem var óvaldaður á fjærstöng, en Shelvey náði ekki að stýra boltanum að marki.
Á 65. mínútu kom Nathan Ecclestone inn á fyrir Christian Poulsen, sem hafði verið fremur slakur í leiknum.
Á þessum tímapunkti var Napoli liðið farið að bakka og freista þess að verja forskotið. Liverpool sótti án afláts, en komst lítt áleiðis.
Á 75. mínútu urðu Ítalirnir þó að láta undan sóknarþunga okkar manna. Markið var reyndar ekki það glæsilegasta sem skorað hefur verið á Anfield, en það kom eftir misheppnaða sendingu Andrea Dossena, fyrrum leikmanns Liverpool, til baka á De Sanctis, markvörð Napoli. Sendingin var heldur laus og Gerrard renndi sér í boltann og eftir árekstur fyrirliðans við De Sanctis skoppaði boltinn einhvernveginn inn í markið.
De Sanctis var ósáttur við að markið skyldi látið standa, taldi að Gerrard hefði brotið af sér, en í endursýningu var ekki að sjá að neitt brot hefði átt sér stað. Gerrard var einfaldlega ákveðnari en markvörðurinn, sem kannski var orðinn hvekktur eftir nokkur harkaleg samstuð við leikmenn Liverpool fyrr í leiknum. Kröftug mótmæli De Sanctis enduðu með því að hann fékk að líta gula spjaldið hjá Fredy Fautrel, dómara leiksins.
Á 80. mínútu hefði dómarinn að ósekju mátt lyfta spjaldi, frekar rauðu en gulu, þegar Lavezzi tæklaði Ngog hrikalega. Brotið var mjög harkalegt og í rauninni var Frakkinn stálheppinn að fótbrotna ekki eftir þessi viðskipti! Það er hreint með ólíkindum að enginn af fimm dómurum leiksins skyldi sjá hversu alvarleg tæklingin var. Ngog ætlaði í fyrstu að halda áfram leik, en tveimur mínútum síðar var honum skipt út af fyrir Lucas Leiva. Engar fréttir hafa borist af því hvort Frakkinn hafi meiðst að ráði.
Það sem eftir lifði leiks sótti Liverpool án afláts og á 87. mínútu átti Glen Johnson góða rispu sem endaði með því að Lavezzi felldi hann í vítateignum. Fautrel dómari var ekki í nokkrum vafa og dæmdi umsvifalaust víti. Steven Gerrard skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni og staðan orðin 2-1 á Anfield og einungis örfáar mínútur til leiksloka.
Aðeins mínútu síðar innsiglaði Gerrard síðan bæði þrennu sína og sigur Liverpool þegar hann vippaði boltanum yfir De Sanctis og í markið. Lucas Leiva komst þá inn í sendingu aftasta varnarmanns og náði að pota boltanum til Gerrard sem afgreiddi boltann snyrtilega í markið. Staðan 3-1 og sigurinn endanlega i höfn.
Eftir ömurlega byrjun á tímabilinu virðist nú loks vera að rofa til hjá okkar mönnum. Sigurinn í kvöld var sá þriðji í röð. Ekki væri verra ef sá fjórði kæmi gegn Chelsea um helgina.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Konchesky, Meireles, Poulsen (Ecclestone 65. mín.), Jovanovic (Gerrard 45. mín.), Shelvey, Spearing og Ngog (Leiva 82. mín.) Ónotaðir varamenn: Hansen, Kelly, Skrtel og Wilson.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (75., 88. og 89. mín.)
Gul spjöld: Johnson og Kyrgiakos.
Napoli: De Sanctis, Campagnaro, Cannavaro, Aronica, Maggio, Pazienza, Gargano, Dossena, Hamsik (Yebda 85. mín.), Lavezzi, Cavani. Ónotaðir varamenn: Grava, Zuniga, Sosa, Gianello, Nicalao, Santacroce.
Mark Napoli: Lavezzi (29. mín.)
Áhorfendur á Anfield: 33.895.
Maður leiksins: Það er auðvitað engin spurning að Steven Gerrard er maður þessa leiks, þrátt fyrir að hafa einungis spilað annan hálfleikinn. Það er vonandi að þrennan í kvöld gefi honum aukið sjálfstraust og kraft fyrir komandi átök.
Roy Hodgson: ,,Að mínu mati vorum við ekki svo slakir í fyrri hálfleik og við vorum óheppnir að vera 0-1 undir í hléinu. En eftir innkomu Steven Gerrard í seinni hálfleik gjörbreyttist liðið. Hann var hreint frábær og reif allt liðið með sér. Ég er auðvitað himinlifandi með hans frammistöðu, en ég er líka mjög ánægður með liðið í heild."
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Reyndar byrjaði fyrirliðinn leikinn á bekknum, en rétt eins og í fyrri Evrópudeildarleikjum gaf Hodgson nokkrum varaliðsmönnum tækifæri í kvöld. Alls gerði Hodgson sex breytingar á byrjunarliðinu frá því í sigurleiknum gegn Bolton á sunnudaginn og ánægjulegast við liðsuppstillingu kvöldsins var að Glen Johnson var mættur í hægri bakvörðinn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Christian Poulsen og Jay Spearing voru á miðri miðjunni með þá Jonjo Shelvey, Raul Meireles og Milan Jovanovic allt í kringum sig og David Ngog einan frammi.
Fyrri hálfleikur var heldur dauflegur og lítið um færi. Okkar menn voru þó heldur meira með boltann, en eins og stundum áður vantaði meiri ógnun og ákveðni í sóknarleikinn. Liverpool byrjaði þó nokkuð kröftuglega og fékk tvær hornspyrnur á fyrstu mínútum leiksins, en fyrsta markverða færi leiksins kom þó hinum megin á vellinum þegar Lavezzi skaut föstu skoti í Konchesky og í hliðarnetið.
Á 17. mínútu áttu Ítalirnir fallega sókn sem endaði með skoti sem Jamie Carragher, sem var fyrirliði Liverpool í fyrri hálfleik, varði á sinn einstaka hátt. Tveimur mínútum síðar komst Cavani í gott færi en skot hans fór himinhátt yfir.
Á 24. mínútu hefði getað farið illa fyrir okkar mönnum, þegar Jonjo Shelvey átti afleita sendingu til baka af miðjunni. Lavezzi komst inn í sendinguna, en sem betur fer var skot Ítalans álíka gáfulegt og sending Shelveys.
Á 26. mínútu leit fyrsta gula spjald leiksins dagsins ljós. Glen Johnson fékk að líta það eftir klaufalega tæklingu á Cavani.
Á 29. mínútu komust gestirnir síðan yfir, eftir að Christian Poulsen hafði átt afleitan skalla til baka. Cavani komst inn í og sendi á Lavezzi sem sendi boltann fram hjá Reina í markinu. 1-0!
Aðeins tveimur mínútum síðar munaði minnstu að Dananum yrði fyrirgefið, en þá átti hann góða sendingu inn fyrir vörnina á David Ngog sem var í upplögðu færi. Skot Frakkans var hinsvegar arfaslakt og fór fram hjá markinu.
Það sem eftir lifði hálfleiksins gerðist ekki mikið inni á vellinum. Sem fyrr var Liverpool heldur meira með boltann, en það er varla hægt að segja að nokkuð hafi verið að gerast í sóknarleik liðsins. Enda labbaði Steven Gerrard inn í klefa tveimur mínútum fyrir lok hálfleiksins ásamt nuddara liðsins og nokkuð ljóst að fyrirliðanum væri ætlað að koma inn á eftir leikhlé.
Það var Milan Jovanovic sem fékk það hlutskipti að búa til pláss fyrir Gerrard á vellinum, en Serbinn hafði ekki gert miklar rósir í fyrri hálfleiknum. Án þess þó að hafa verið áberandi verri en aðrir í liðinu.
Innkoma Gerrard breytti gangi leiksins talsvert. Okkar menn náðu betri stjórn á miðjunni og sóknarleikurinn varð beittari. Napoli liðið byrjaði hálfleikinn reyndar af nokkrum krafti og á 51. mínútu mátti minnstu muna að Ítalirnir kæmust í 2-0 þegar Maggio fékk fyrirgjöf beint á kollinn þar sem hann stóð einn og óvaldaður fimm metra frá marki Liverpool. Til allrar lukku var skalli Maggios ekki til mikilla vandræða fyrir Pepe Reina í markinu.
Einungis mínútu síðar lét Steven Gerrard til sín taka hinum megin, eftir góðan undirbúning Raúl Meireles, en skotið fór hátt yfir markið.
Á 60. mínútu átti David Ngog frábæra sendingu beint á kollinn á Jonjo Shelvey, sem var óvaldaður á fjærstöng, en Shelvey náði ekki að stýra boltanum að marki.
Á 65. mínútu kom Nathan Ecclestone inn á fyrir Christian Poulsen, sem hafði verið fremur slakur í leiknum.
Á þessum tímapunkti var Napoli liðið farið að bakka og freista þess að verja forskotið. Liverpool sótti án afláts, en komst lítt áleiðis.
Á 75. mínútu urðu Ítalirnir þó að láta undan sóknarþunga okkar manna. Markið var reyndar ekki það glæsilegasta sem skorað hefur verið á Anfield, en það kom eftir misheppnaða sendingu Andrea Dossena, fyrrum leikmanns Liverpool, til baka á De Sanctis, markvörð Napoli. Sendingin var heldur laus og Gerrard renndi sér í boltann og eftir árekstur fyrirliðans við De Sanctis skoppaði boltinn einhvernveginn inn í markið.
De Sanctis var ósáttur við að markið skyldi látið standa, taldi að Gerrard hefði brotið af sér, en í endursýningu var ekki að sjá að neitt brot hefði átt sér stað. Gerrard var einfaldlega ákveðnari en markvörðurinn, sem kannski var orðinn hvekktur eftir nokkur harkaleg samstuð við leikmenn Liverpool fyrr í leiknum. Kröftug mótmæli De Sanctis enduðu með því að hann fékk að líta gula spjaldið hjá Fredy Fautrel, dómara leiksins.
Á 80. mínútu hefði dómarinn að ósekju mátt lyfta spjaldi, frekar rauðu en gulu, þegar Lavezzi tæklaði Ngog hrikalega. Brotið var mjög harkalegt og í rauninni var Frakkinn stálheppinn að fótbrotna ekki eftir þessi viðskipti! Það er hreint með ólíkindum að enginn af fimm dómurum leiksins skyldi sjá hversu alvarleg tæklingin var. Ngog ætlaði í fyrstu að halda áfram leik, en tveimur mínútum síðar var honum skipt út af fyrir Lucas Leiva. Engar fréttir hafa borist af því hvort Frakkinn hafi meiðst að ráði.
Það sem eftir lifði leiks sótti Liverpool án afláts og á 87. mínútu átti Glen Johnson góða rispu sem endaði með því að Lavezzi felldi hann í vítateignum. Fautrel dómari var ekki í nokkrum vafa og dæmdi umsvifalaust víti. Steven Gerrard skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni og staðan orðin 2-1 á Anfield og einungis örfáar mínútur til leiksloka.
Aðeins mínútu síðar innsiglaði Gerrard síðan bæði þrennu sína og sigur Liverpool þegar hann vippaði boltanum yfir De Sanctis og í markið. Lucas Leiva komst þá inn í sendingu aftasta varnarmanns og náði að pota boltanum til Gerrard sem afgreiddi boltann snyrtilega í markið. Staðan 3-1 og sigurinn endanlega i höfn.
Eftir ömurlega byrjun á tímabilinu virðist nú loks vera að rofa til hjá okkar mönnum. Sigurinn í kvöld var sá þriðji í röð. Ekki væri verra ef sá fjórði kæmi gegn Chelsea um helgina.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Konchesky, Meireles, Poulsen (Ecclestone 65. mín.), Jovanovic (Gerrard 45. mín.), Shelvey, Spearing og Ngog (Leiva 82. mín.) Ónotaðir varamenn: Hansen, Kelly, Skrtel og Wilson.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (75., 88. og 89. mín.)
Gul spjöld: Johnson og Kyrgiakos.
Napoli: De Sanctis, Campagnaro, Cannavaro, Aronica, Maggio, Pazienza, Gargano, Dossena, Hamsik (Yebda 85. mín.), Lavezzi, Cavani. Ónotaðir varamenn: Grava, Zuniga, Sosa, Gianello, Nicalao, Santacroce.
Mark Napoli: Lavezzi (29. mín.)
Áhorfendur á Anfield: 33.895.
Maður leiksins: Það er auðvitað engin spurning að Steven Gerrard er maður þessa leiks, þrátt fyrir að hafa einungis spilað annan hálfleikinn. Það er vonandi að þrennan í kvöld gefi honum aukið sjálfstraust og kraft fyrir komandi átök.
Roy Hodgson: ,,Að mínu mati vorum við ekki svo slakir í fyrri hálfleik og við vorum óheppnir að vera 0-1 undir í hléinu. En eftir innkomu Steven Gerrard í seinni hálfleik gjörbreyttist liðið. Hann var hreint frábær og reif allt liðið með sér. Ég er auðvitað himinlifandi með hans frammistöðu, en ég er líka mjög ánægður með liðið í heild."
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan