| Sf. Gutt
TIL BAKA
Allt í rétta átt!
Fernando Torres sökkti Chelsea með tveimur glæsilegum mörkum. Hann segir allt vera farið að færast í rétta átt hjá sér og Liverpool. Hann hafði þetta að segja eftir leikinn.
,,Ég er mjög ánægður með sigurinn. Það gildir alvg sama um mig og alla stuðningsmennina. Þetta voru góð úrslit og liðið lék frábærlega. Við njótum sigursins í dag en það er leikur aftur eftir nokkra daga og við verðum að einbeita okkur að honum."
,,Við spilum alltaf svona gegn sterkustu liðunum. Þegar við mætum Man United, Arsenal eða Chelsea náum við okkur oft virkilega vel á strik en núna verðum við að gera eins gegn liðum sem eru um miðja deild. Ef okkur tekst þetta verðum við í baráttu um titla þegar dregur að lokum leiktíðarinnar."
,,Við erum núna búnir að vinna fjóra leiki í röð. Þetta verðum við að gera oftar því það eru gerðar kröfur um svona stöðugleika hjá Liverpool. Við stefnum í rétta átt núna. Liðið er að spila vel og þegar það leikur vel ná leikmennirnir sér á strik. Þetta er öllum í hag."
,,Ég er mjög ánægður með sigurinn. Það gildir alvg sama um mig og alla stuðningsmennina. Þetta voru góð úrslit og liðið lék frábærlega. Við njótum sigursins í dag en það er leikur aftur eftir nokkra daga og við verðum að einbeita okkur að honum."
,,Við spilum alltaf svona gegn sterkustu liðunum. Þegar við mætum Man United, Arsenal eða Chelsea náum við okkur oft virkilega vel á strik en núna verðum við að gera eins gegn liðum sem eru um miðja deild. Ef okkur tekst þetta verðum við í baráttu um titla þegar dregur að lokum leiktíðarinnar."
,,Við erum núna búnir að vinna fjóra leiki í röð. Þetta verðum við að gera oftar því það eru gerðar kröfur um svona stöðugleika hjá Liverpool. Við stefnum í rétta átt núna. Liðið er að spila vel og þegar það leikur vel ná leikmennirnir sér á strik. Þetta er öllum í hag."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan