| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Aquilani vill vera áfram hjá Juve
Alberto Aquilani sem keyptur var sem arftaki Xabi Alonso á sautján milljónir punda frá Roma og er nú í láni hjá Juventus, hefur gefið það í skyn að hann vilji ekki snúa aftur til Liverpool þegar lánssamningnum lýkur en Juventus getur keypt hann á rúmar þrettán milljónir punda, töluvert minna en Liverpool borgaði fyrir hann fyrir aðeins rúmu ári síðan.
Hann glímdi við erfið og sífelld meiðsli á sínu fyrsta og líklegast eina tímabili á Anfield en virðist vera að upplifa endurnýjaða lífdaga í Torino. Hann hefur unnið sig inn í lið Juventus, spilað þar tíu deildarleiki og skorað eitt mark ásamt því að hann hefur aftur verið valinn í ítalska landsliðið en hann mun byrja í æfingaleik þess gegn Rúmenum í kvöld.
Nú ætlar hann sér að vera um kyrrt hjá Juventus og hyggst reyna að sannfæra stjórnarmenn félagsins að gera félagsskipti hans endanleg sem allra fyrst.
"Ég vonast til að sannfæra stjórnendur Juventus um að kaupa mig frá Liverpool. Ég vil opna nýjar dyr með liðinu. Sextán milljónir evra er mikill peningur en þeir hljóta að geta náð einhverju samkomulagi. Það var stórt tækifæri fyrir mig að fara til Juve og ég gat ekki sleppt því að grípa það. Að yfirgefa Ítalíu var ekki auðvelt, ég upplifði margar lífsbreytingar." sagði Aquilani.
Einnig segist hann vilja fá fyrrum liðsfélaga sinn hjá Liverpool, Glen Johnson sem er sagður vera óánægður undir stjórn Roy Hodgson, til Juventus.
"Hvaða fyrrum samherja minn hjá Liverpool myndi ég vilja fá til Juventus? Ég vil ekki móðga neinn af vinum mínum en ég myndi vilja taka Glen Johnson frá Liverpool."
Aquilani sem er 26 ára gamall hefur spilað 28 leiki og skorað tvö mörk fyrir Liverpool. Mjög ólíklegt er að eitthvað muni bætast á þessar tölur hans í framtíðinni.
Hann glímdi við erfið og sífelld meiðsli á sínu fyrsta og líklegast eina tímabili á Anfield en virðist vera að upplifa endurnýjaða lífdaga í Torino. Hann hefur unnið sig inn í lið Juventus, spilað þar tíu deildarleiki og skorað eitt mark ásamt því að hann hefur aftur verið valinn í ítalska landsliðið en hann mun byrja í æfingaleik þess gegn Rúmenum í kvöld.
Nú ætlar hann sér að vera um kyrrt hjá Juventus og hyggst reyna að sannfæra stjórnarmenn félagsins að gera félagsskipti hans endanleg sem allra fyrst.
"Ég vonast til að sannfæra stjórnendur Juventus um að kaupa mig frá Liverpool. Ég vil opna nýjar dyr með liðinu. Sextán milljónir evra er mikill peningur en þeir hljóta að geta náð einhverju samkomulagi. Það var stórt tækifæri fyrir mig að fara til Juve og ég gat ekki sleppt því að grípa það. Að yfirgefa Ítalíu var ekki auðvelt, ég upplifði margar lífsbreytingar." sagði Aquilani.
Einnig segist hann vilja fá fyrrum liðsfélaga sinn hjá Liverpool, Glen Johnson sem er sagður vera óánægður undir stjórn Roy Hodgson, til Juventus.
"Hvaða fyrrum samherja minn hjá Liverpool myndi ég vilja fá til Juventus? Ég vil ekki móðga neinn af vinum mínum en ég myndi vilja taka Glen Johnson frá Liverpool."
Aquilani sem er 26 ára gamall hefur spilað 28 leiki og skorað tvö mörk fyrir Liverpool. Mjög ólíklegt er að eitthvað muni bætast á þessar tölur hans í framtíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan