| Sf. Gutt
Flestir stuðningsmenn Liverpool á Íslandi muna vel eftir hinu stórglæsilega marki sem Raul Meireles skoraði á Laugardalsvellinum í haust. Hann skoraði þá með bylmingsskoti af um þrjátíu metra færi. Hann sjálfur segir markið hafa verið heppnismark!
,,Mér finnst gaman að skjóta af löngu færi og ég tel mig ráða vel við það. Markið sem ég skoraði gegn Íslandi var nú samt eiginlega heppnismark. Ég vona að ég geti fljótlega skorað fyrir Liverpool. Það er alltaf mjög gaman að skora og það væri frábært að skora fyrir Liverpool og þá sérstaklega á Anfield."
Raul hefur líklega staðið sig best af þeim leikmönnum sem komu til Liverpool í sumar og hann átti stórleik gegn West Ham United um helgina. Þar lék hann líka í sinni bestu stöðu á miðri miðjunni.
,,Mér finnst best að spila á miðri miðjunni en ég spila hvar svo sem framkvæmdastjórinn vill. Það er mitt starf að leika þar sem mín er þörf. Ég hef lagt mig fram um að sinna mínu og vinna að því að verða góður liðsmaður Liverpool og hjálpa liðinu."
Trúlega á Raul eftir að vera inni á miðjunni í næstu leikjum því Steven Gerrard verður ekki tiltækur að sinni. Það er enginn spurning um að Portúgalinn á að spila þar.
TIL BAKA
Heppnismark á Íslandi!

,,Mér finnst gaman að skjóta af löngu færi og ég tel mig ráða vel við það. Markið sem ég skoraði gegn Íslandi var nú samt eiginlega heppnismark. Ég vona að ég geti fljótlega skorað fyrir Liverpool. Það er alltaf mjög gaman að skora og það væri frábært að skora fyrir Liverpool og þá sérstaklega á Anfield."
Raul hefur líklega staðið sig best af þeim leikmönnum sem komu til Liverpool í sumar og hann átti stórleik gegn West Ham United um helgina. Þar lék hann líka í sinni bestu stöðu á miðri miðjunni.
,,Mér finnst best að spila á miðri miðjunni en ég spila hvar svo sem framkvæmdastjórinn vill. Það er mitt starf að leika þar sem mín er þörf. Ég hef lagt mig fram um að sinna mínu og vinna að því að verða góður liðsmaður Liverpool og hjálpa liðinu."
Trúlega á Raul eftir að vera inni á miðjunni í næstu leikjum því Steven Gerrard verður ekki tiltækur að sinni. Það er enginn spurning um að Portúgalinn á að spila þar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan