| Sf. Gutt
Raul Meireles meiddist gegn Bolton á nýársdag og hann mun ekki geta leikið gegn Blackburn Rovers í kvöld. Portúgalinn meiddist á klaufalegan hátt þegar hann hann braut á einum leikmanna Bolton en meiddi sig sjálfur! Raul er meiddur á ökkla en fregnir úr herbúðum Liverpool kveða á um að hann verði orðinn leikfær fyrir bikarleikinn í Manchester á sunnudaginn.
Raul lék vel inni á miðjunni í fjarveru Steven Gerrard en var svo færður út á kant gegn Úlfunum þegar fyrirliðinn mætti aftur í liðið. Þar á hann auðvitað ekki að spila en það er spurning hvar Roy ætlar að nota hann þegar Steven er nú kominn aftur í liðið eftir meiðsli.
Reyndar er ekki víst að Steven verði í byrjunarliðinu í kvöld en Roy og Sammy Lee velta því nú stíft fyrir sér hvernig er að best að nota liðshópinn núna í mánuðinum en leikjadagskráin er mjög stíf.
Annars má geta þess að miðjumaðurinn Jay Spearing er farinn að æfa á nýjan leik eftir að hafa brotið bein í fæti fyrir nokkrum vikum.
TIL BAKA
Raul meiddur

Raul lék vel inni á miðjunni í fjarveru Steven Gerrard en var svo færður út á kant gegn Úlfunum þegar fyrirliðinn mætti aftur í liðið. Þar á hann auðvitað ekki að spila en það er spurning hvar Roy ætlar að nota hann þegar Steven er nú kominn aftur í liðið eftir meiðsli.
Reyndar er ekki víst að Steven verði í byrjunarliðinu í kvöld en Roy og Sammy Lee velta því nú stíft fyrir sér hvernig er að best að nota liðshópinn núna í mánuðinum en leikjadagskráin er mjög stíf.
Annars má geta þess að miðjumaðurinn Jay Spearing er farinn að æfa á nýjan leik eftir að hafa brotið bein í fæti fyrir nokkrum vikum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan