| Sf. Gutt

Ryan Babel kærður fyrir að tísta

Enska knattspyrnu sambandið hefur ákært Ryan Babel fyrir að sýna dómaranum Howard Webb óvirðingu á Netinu. Howard dæmdi á Old Trafford í gær og gaf Manchester United vítaspyrnu auk þess að reka Steven Gerrard af velli. Sá dómur gat staðist en hann hefði líka getað rekið einn leikmanna United út af fyrir svipaðar sakir. 

Ryan var, eins og félagar hans, ekki ánægður með dómgæslu Howard Webb og eftir leik fór hann í tölvuna sína og útbjó mynd af Howard í Manchester United treyju sem var reyndar bara fyndið! Myndina birti hann svo á Twitter síðu sinni og skrifaði ,,Og þeir kalla hann einn besta dómara í heimi. Það er grín." Hollendingurinn fjarlægði myndina nokkrum klukkutímum seinna og bað Howard afsökunar á síðunni. Ryan gaf þá skýringu á afhæfinu að hann hefði verið í uppnámi eftir tap í mikilvægum leik.
 
Hugsanlegt er að Ryan Babel hljóti einhverja refsingu fyrir athæfi sitt en þetta mun vera í fyrsta sinn sem knattspyrnumaður er ákærður af knattspyrnusambandinu fyrir tölvunotkun af þessu tagi. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Ryan gerir eitthvað umdeildanlegt í tölvunni sinni en hann gagnrýndi Rafael Benítez á Twitter síðu sinni fyrir ári eftir að hafa ekki verið valinn í liðshóp Liverpool fyrir leik gegn Stoke City.

Kenny Dalglish var spurður út í þessa myndbirtingu í dag og sagði að þetta hefði nú bara verið grín þannig að hann mun ekki refsa Ryan fyrir þetta. 

Hér má sjá myndina sem Ryan útbjó. 









TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan