| Sf. Gutt
Ungliðinn Jay Spearing fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Liverpool gegn Everton í gær. Hann stóð sig með sóma og gaf ekki tommu eftir. Liverpool lék mjög vel lengst af í leiknum og Jay segir að svona þurfi liðið að spila áfram.
,,Við þurfum alltaf að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við getum nú æft i viku fyrir útileikinn við Wolves sem er okkar næsti leikur. Ef við sýnum sömu baráttu og kraft og í derby leiknum förum við að vinna leiki á nýjan leik."
Sem fyrr segir valdi Kenny Jay í byrjunarliðið öllum að óvörum. Valið kom Jay líka í opna skjöldu!
,,Þar sem ég er héðan þá er grannaslagur auðvitað stórleikur og ég vona að ég hafi sýnt og sannað að ég geti staðið mig í liðinu. Ég frétti að ég ætti að spila á æfingu þegar stjórinn færði mér fréttirnar um að ég yrði í liðinu hans. Ef satt skal segja þá var ég alveg steinhissa. En ég er búinn að leggja hart að mér alla ævi til að fá svona tækifæri og ég vona að ég fái að spila aftur."
Miðað við hvernig Jay stóð sig í gær þá má telja það næsta víst að Jay fái fleiri tækifæri hjá Kenny Dalglish sem er greinilega óhræddur við að nota unga leikmenn og er það vel.
TIL BAKA
Svona á að spila!

,,Við þurfum alltaf að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við getum nú æft i viku fyrir útileikinn við Wolves sem er okkar næsti leikur. Ef við sýnum sömu baráttu og kraft og í derby leiknum förum við að vinna leiki á nýjan leik."
Sem fyrr segir valdi Kenny Jay í byrjunarliðið öllum að óvörum. Valið kom Jay líka í opna skjöldu!
,,Þar sem ég er héðan þá er grannaslagur auðvitað stórleikur og ég vona að ég hafi sýnt og sannað að ég geti staðið mig í liðinu. Ég frétti að ég ætti að spila á æfingu þegar stjórinn færði mér fréttirnar um að ég yrði í liðinu hans. Ef satt skal segja þá var ég alveg steinhissa. En ég er búinn að leggja hart að mér alla ævi til að fá svona tækifæri og ég vona að ég fái að spila aftur."
Miðað við hvernig Jay stóð sig í gær þá má telja það næsta víst að Jay fái fleiri tækifæri hjá Kenny Dalglish sem er greinilega óhræddur við að nota unga leikmenn og er það vel.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan