| Sf. Gutt
Enska knattspyrnusambandið sektaði í gær Ryan Babel fyrir að hafa birt grínmynd af Howard Webb dómara á Twitter síðu sinni. Á myndinni var Howard klæddur í búning Manchester United. Þetta gerði Ryan eftir tap Liverpool gegn Manchester United í F.A. bikarnum. Leikmönnum Liverpool þótti Howard hafa gefið United vítaspyrnuna sem réði úrslitum. Fyrst var talið að Ryan hefði útbúið myndina sjálfur en raunin var sú að hann áframsendi myndina sem einhver annar setti saman.
Ryan var sektaður um tíu þúsund sterlingspund sem eru hátt í tvær milljónir íslenskra króna ef rétt er reiknað. Um leið var hann varaður við að nota vefmiðla ekki í svona tilgangi aftur. Reyndar var viðvörunin almenn og henni bent jafnt til annarra leikmanna í ensku deildarkeppninni.
TIL BAKA
Ryan Babel sektaður

Ryan var sektaður um tíu þúsund sterlingspund sem eru hátt í tvær milljónir íslenskra króna ef rétt er reiknað. Um leið var hann varaður við að nota vefmiðla ekki í svona tilgangi aftur. Reyndar var viðvörunin almenn og henni bent jafnt til annarra leikmanna í ensku deildarkeppninni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan