| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Þetta er hinn rétti Raul
Kenny Dalglish segir að Raul Meireles sé farinn að sýna af hverju hann er talinn vera einn hæfileikaríkasti miðjumaður í Evrópu í dag.
Meireles hefur skorað í tveimur leikjum í röð með góðum skotum og var markið gegn Úlfunum sérstaklega glæsilegt, viðstöðulaust vinstrifótarskot sem endaði í markhorninu.
Dalglish telur að það hafi aðeins verið tímaspursmál þangað til að Portúgalinn færi að sýna hvers hann er megnugur og það eru klár merki þess að hann sé orðinn vanur enska boltanum.
,,Menn þurfa að aðlagast ensku Úrvalsdeildinni og hann er að komast þangað; hann er hæfileikaríkur knattspyrnumaður," sagði Dalglish.
,,Það hjálpar alltaf til. Því betur sem mörkin dreifast á leikmenn liðsins því meira nýtist það liðinu. Við fáum fyrirliðann aftur til liðs við okkur á miðvikudaginn og hann er markaskorari sem spilar á miðjunni."
,,Þannig að ef við erum með þrjá markaskorara (þar með talinn Torres) á vellinum þá eigum við möguleika er það ekki ?"
,,Síðan ég tók við liðinu hefur Raul verið virkilega góður. Hann bjó til fyrsta markið gegn Wolves og skotið hjá honum þegar hann skoraði var stórkostlegt. Hann skoraði líka í síðustu viku og ég er viss um að það hefur gefið honum sjálfstraust til að sækja meira fram á við."
Meireles hefur skorað í tveimur leikjum í röð með góðum skotum og var markið gegn Úlfunum sérstaklega glæsilegt, viðstöðulaust vinstrifótarskot sem endaði í markhorninu.
Dalglish telur að það hafi aðeins verið tímaspursmál þangað til að Portúgalinn færi að sýna hvers hann er megnugur og það eru klár merki þess að hann sé orðinn vanur enska boltanum.
,,Menn þurfa að aðlagast ensku Úrvalsdeildinni og hann er að komast þangað; hann er hæfileikaríkur knattspyrnumaður," sagði Dalglish.
,,Það hjálpar alltaf til. Því betur sem mörkin dreifast á leikmenn liðsins því meira nýtist það liðinu. Við fáum fyrirliðann aftur til liðs við okkur á miðvikudaginn og hann er markaskorari sem spilar á miðjunni."
,,Þannig að ef við erum með þrjá markaskorara (þar með talinn Torres) á vellinum þá eigum við möguleika er það ekki ?"
,,Síðan ég tók við liðinu hefur Raul verið virkilega góður. Hann bjó til fyrsta markið gegn Wolves og skotið hjá honum þegar hann skoraði var stórkostlegt. Hann skoraði líka í síðustu viku og ég er viss um að það hefur gefið honum sjálfstraust til að sækja meira fram á við."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan