| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fernando vill skora gegn Liverpool!
Fernando Torres hefur dásamað Chelsea í bak og fyrir frá því hann samdi við liðið á mánudaginn. Það fyrsta sem hann sagði eftir söluna til Chelsea var að hann væri hamingjusamur og stoltur yfir því að vera orðinn leikmaður félagsins.
Hann vill núna skora gegn Liverpool við fyrsta tækifæri og það gæti gefist núna um helgina þegar nýja og gamla liðið hans leiða saman hesta sína á Stamford Bridge. Hann telur það örlög að liðin skuli mætast núna rétt eftir vistaskiptin. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við sjónvarpsstöð Chelsea.
,,Það er eins og örlögin hafi gripið í taumana. Þetta er ekki nein óskastaða en hef möguleika á því að spila og ég mun reyna að gera mitt besta og vonandi skora fái ég tækifæri til þess."
Stuðningsmenn Liverpool eru auðvitað ekki ánægðir með að Fernando skuli hafa ákveðið að yfirgefa þá og félagið þeirra. Hann segist ekkert hafa nema gott að segja um Liverpool.
,,Ég hef ekkert nema gott að segja um Liverpool. Liðið gerði mig að toppleikmanni og gerði mér kleift að spila meðal þeirra bestu. Ég mun aldrei segja neitt slæmt um Liverpool. Ég var ánægður þar en núna spila ég með Chelsea."
Eins og marga hefur grunað þá fór Fernando Torres að hugsa sér til hreyfings í sumar. Kemur þar kannski skýring á því hvers vegna hann var svona daufur á velli með Liverpool á þessu keppnistímabili.
,,Frá því síðasta sumar fór mér að finnast að ég þyrfti að taka skref fram á við á ferli mínum og um leið til að geta náð markmiðum mínum sem knattspyrnumaður. Ég hef núna gengið til liðs við lið sem er á efsta stalli og það er ekki hægt að komast hærra en að leika með Chelsea."
Fregnir herma að Fernando hafi fengið það ákæði inn í samning sinn síðasta sumar að hann gæti farið fram á sölu fyrir 50 milljónir punda næði Liverpool ekki að komast í Meistaradeildina núna í vor. Nú er að vita hvort Chelsea kemst í Meistaradeildina í vor.
Hann vill núna skora gegn Liverpool við fyrsta tækifæri og það gæti gefist núna um helgina þegar nýja og gamla liðið hans leiða saman hesta sína á Stamford Bridge. Hann telur það örlög að liðin skuli mætast núna rétt eftir vistaskiptin. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við sjónvarpsstöð Chelsea.
,,Það er eins og örlögin hafi gripið í taumana. Þetta er ekki nein óskastaða en hef möguleika á því að spila og ég mun reyna að gera mitt besta og vonandi skora fái ég tækifæri til þess."
Stuðningsmenn Liverpool eru auðvitað ekki ánægðir með að Fernando skuli hafa ákveðið að yfirgefa þá og félagið þeirra. Hann segist ekkert hafa nema gott að segja um Liverpool.
,,Ég hef ekkert nema gott að segja um Liverpool. Liðið gerði mig að toppleikmanni og gerði mér kleift að spila meðal þeirra bestu. Ég mun aldrei segja neitt slæmt um Liverpool. Ég var ánægður þar en núna spila ég með Chelsea."
Eins og marga hefur grunað þá fór Fernando Torres að hugsa sér til hreyfings í sumar. Kemur þar kannski skýring á því hvers vegna hann var svona daufur á velli með Liverpool á þessu keppnistímabili.
,,Frá því síðasta sumar fór mér að finnast að ég þyrfti að taka skref fram á við á ferli mínum og um leið til að geta náð markmiðum mínum sem knattspyrnumaður. Ég hef núna gengið til liðs við lið sem er á efsta stalli og það er ekki hægt að komast hærra en að leika með Chelsea."
Fregnir herma að Fernando hafi fengið það ákæði inn í samning sinn síðasta sumar að hann gæti farið fram á sölu fyrir 50 milljónir punda næði Liverpool ekki að komast í Meistaradeildina núna í vor. Nú er að vita hvort Chelsea kemst í Meistaradeildina í vor.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan