| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fernando dýrasti leikmaður Englands!
Liverpool seldi Fernando Torres til Chelsea fyrir fimmtíu milljónir sterlingspunda. Hann er þar með orðinn dýrasti leikmaður í sögu ensku knattspyrnunnar. Um leið er þetta fjórða hæsta sala sögunnar. Hér að neðan má sjá lista yfir fimm hæstu sölur í knattspyrnusögunni.
1. Cristiano Ronaldo frá Manchester United til Real Madrid - 80 milljónir punda.
2. Zlatan Ibrahimovic frá Inter til Barcelona - 60,7 milljónir punda.
3. Kaka frá AC Milan til Real Madrid - 56 milljónir punda.
4. Fernando Torres frá Liverpool til Chelsea - 50 milljónir punda.
5. Zinedine Zidane frá Juventus til Real Madrid - 45,6 milljónir punda.
Liverpool keypti Fernando Torres frá Atletico Madrid sumarið 2007 fyrir 20,2 milljónir punda. Það má því segja að Fernando hafi hækkað all verulega í verði á þeim tíma sem hann var hjá Liverpool. Fernando lýsti yfir hollustu sinni við Liverpool eftir Heimsmeistarakeppnina í fyrra og síðast snemma í janúar var haft eftir honum að hann ætlaði sér ekki að yfirgefa Liverpool.
Snemma á föstudaginn síðast liðinn var gert opinbert að forráðamenn Liverpool hefðu hafnað formlegu tilboði Chelsea í Fernando Torres. Það var kannski ekki neitt undarlegt við tilboð frá Chelsea því það hefur lengi verið vitað um áhuga Lundúnaliðsins á Fernando. En þá um kvöldið brá reyndar svo við að Fernando Torres lagði, öllum að óvörum, fram skriflega beiðni um að vera seldur frá Liverpool. Um leið varð ljóst að Fernando ætlaði sér að komast frá Liverpool hvað sem það kostaði og það eftir að hafa marg oft lýst hollustu sinni við félagið.
Forráðamenn Liverpool sáu að nú varð ekki umflúið með góðu móti að selja Fernando. Það hefði reyndar verið hægt að halda honum lengur því samningur hans við Liverpool var til lengri tíma en svo. Ekki var setið auðum höndum. Samkomulag hafði, síðdegis á föstudaginn, náðst við Ajax um kaup á Luis Suarez og undir kvöld í gær var Andy Carroll keyptur frá Newcastle United fyrir 35 milljónir punda. Á þeirri stundu var Andy orðinn dýrasti leikmaður á Englandi! Fyrra sölumetið var sett þegar Manchester City keypti Robinho frá Real Madrid fyrir 32,5 milljónir punda.
Þegar kaupin á Andy voru kominn í höfn fékk Fernando loksins endanlegt leyfi forráðamanna Liverpool til að semja við Chelsea. Forráðamenn Liverpool voru búnir að tilkynna félögum sínum hjá Chelsea að Fernando myndi kosta 50 milljónir og ekki pensi minna! Um tíma var talið að leikmaður, þá helst Nicolas Anelka, myndi fylgja með en þegar upp var staðið fékk Liverpool alla upphæðina í sinn hlut og verða það að teljast frábær viðskipti úr því sem komið var! Þá um leið var glænýtt met fyrir hæstu sölu milli enskra félaga slegið út í hafsauga.
Fernando Torres var ætíð talinn mjög tryggur leikmaður. Hann hefði mörgum sinnum getað farið frá Atletico áður en hann yfirgaf æskufélag sitt og fór til Liverpool. Hann varð hetja okkar stuðningsmanna Liverpool og það fyrir fleira en að skora mörk. Hann gaf sig nefnilega ætíð út sem mann sem væri treystandi til að vera hjá Liverpool um langt skeið. Nú til dags er alvöru hollusta reyndar fátíð í knattspyrnuheiminum og þá staðreynd þurfa knattspyrnuáhugamenn ætíð að hafa í huga!
Hafa ber í huga að hann kom til Liverpool til að vinna titla og það hafði honum ekki tekist. Hann varð bæði Evrópu- og heimsmeistari með Spáni á meðan hann lék með Liverpool en félagstitlar létu á sér standa og hingað til hefur hann aðeins unnið næst efstu deild á Spáni með Atletico. Trúlega hefur hann smá saman misst trú á að hann næði að vinna titla með Liverpool og talið að betri líkur væru á því að hann gæti gert það hjá Chelsea. Vissulega eru möguleikar á því þar á þessu keppnistímabili og Fernando má leika í Meistaradeildinni með nýja liðinu sínu.
Fernando Torres lék 142 leiki með Liverpool og skoraði 81 mark. Þessar tölur segja sína sögu um snilli El Nino og hann hafði alla burði til að verða goðsögn hjá Liverpool. Það verður hann aldrei hér eftir frekar en Michael Owen.
Þrátt fyrir að Fernando hafi látið sig hverfa er ekki tilefni til að kveikja í Liverpool treyjum með nafni hans. Á Liverpool treyjum er nefnilega félagsmerki félagsins okkar!
,,Ég held að ég hafi sagt það áður. Það er enginn einstaklingur í víðri veröld mikilvægari eða betri en þetta knattspyrnufélag." Kenny Dalglish.
1. Cristiano Ronaldo frá Manchester United til Real Madrid - 80 milljónir punda.
2. Zlatan Ibrahimovic frá Inter til Barcelona - 60,7 milljónir punda.
3. Kaka frá AC Milan til Real Madrid - 56 milljónir punda.
4. Fernando Torres frá Liverpool til Chelsea - 50 milljónir punda.
5. Zinedine Zidane frá Juventus til Real Madrid - 45,6 milljónir punda.
Liverpool keypti Fernando Torres frá Atletico Madrid sumarið 2007 fyrir 20,2 milljónir punda. Það má því segja að Fernando hafi hækkað all verulega í verði á þeim tíma sem hann var hjá Liverpool. Fernando lýsti yfir hollustu sinni við Liverpool eftir Heimsmeistarakeppnina í fyrra og síðast snemma í janúar var haft eftir honum að hann ætlaði sér ekki að yfirgefa Liverpool.
Snemma á föstudaginn síðast liðinn var gert opinbert að forráðamenn Liverpool hefðu hafnað formlegu tilboði Chelsea í Fernando Torres. Það var kannski ekki neitt undarlegt við tilboð frá Chelsea því það hefur lengi verið vitað um áhuga Lundúnaliðsins á Fernando. En þá um kvöldið brá reyndar svo við að Fernando Torres lagði, öllum að óvörum, fram skriflega beiðni um að vera seldur frá Liverpool. Um leið varð ljóst að Fernando ætlaði sér að komast frá Liverpool hvað sem það kostaði og það eftir að hafa marg oft lýst hollustu sinni við félagið.
Forráðamenn Liverpool sáu að nú varð ekki umflúið með góðu móti að selja Fernando. Það hefði reyndar verið hægt að halda honum lengur því samningur hans við Liverpool var til lengri tíma en svo. Ekki var setið auðum höndum. Samkomulag hafði, síðdegis á föstudaginn, náðst við Ajax um kaup á Luis Suarez og undir kvöld í gær var Andy Carroll keyptur frá Newcastle United fyrir 35 milljónir punda. Á þeirri stundu var Andy orðinn dýrasti leikmaður á Englandi! Fyrra sölumetið var sett þegar Manchester City keypti Robinho frá Real Madrid fyrir 32,5 milljónir punda.
Þegar kaupin á Andy voru kominn í höfn fékk Fernando loksins endanlegt leyfi forráðamanna Liverpool til að semja við Chelsea. Forráðamenn Liverpool voru búnir að tilkynna félögum sínum hjá Chelsea að Fernando myndi kosta 50 milljónir og ekki pensi minna! Um tíma var talið að leikmaður, þá helst Nicolas Anelka, myndi fylgja með en þegar upp var staðið fékk Liverpool alla upphæðina í sinn hlut og verða það að teljast frábær viðskipti úr því sem komið var! Þá um leið var glænýtt met fyrir hæstu sölu milli enskra félaga slegið út í hafsauga.
Fernando Torres var ætíð talinn mjög tryggur leikmaður. Hann hefði mörgum sinnum getað farið frá Atletico áður en hann yfirgaf æskufélag sitt og fór til Liverpool. Hann varð hetja okkar stuðningsmanna Liverpool og það fyrir fleira en að skora mörk. Hann gaf sig nefnilega ætíð út sem mann sem væri treystandi til að vera hjá Liverpool um langt skeið. Nú til dags er alvöru hollusta reyndar fátíð í knattspyrnuheiminum og þá staðreynd þurfa knattspyrnuáhugamenn ætíð að hafa í huga!
Hafa ber í huga að hann kom til Liverpool til að vinna titla og það hafði honum ekki tekist. Hann varð bæði Evrópu- og heimsmeistari með Spáni á meðan hann lék með Liverpool en félagstitlar létu á sér standa og hingað til hefur hann aðeins unnið næst efstu deild á Spáni með Atletico. Trúlega hefur hann smá saman misst trú á að hann næði að vinna titla með Liverpool og talið að betri líkur væru á því að hann gæti gert það hjá Chelsea. Vissulega eru möguleikar á því þar á þessu keppnistímabili og Fernando má leika í Meistaradeildinni með nýja liðinu sínu.
Fernando Torres lék 142 leiki með Liverpool og skoraði 81 mark. Þessar tölur segja sína sögu um snilli El Nino og hann hafði alla burði til að verða goðsögn hjá Liverpool. Það verður hann aldrei hér eftir frekar en Michael Owen.
Þrátt fyrir að Fernando hafi látið sig hverfa er ekki tilefni til að kveikja í Liverpool treyjum með nafni hans. Á Liverpool treyjum er nefnilega félagsmerki félagsins okkar!
,,Ég held að ég hafi sagt það áður. Það er enginn einstaklingur í víðri veröld mikilvægari eða betri en þetta knattspyrnufélag." Kenny Dalglish.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan