| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Raul minnir á Terry McDermott
Gamli ofur varamaðurinn David Fairclough segir að Raúl Meireles minni um margt á Terry McDermott, sem var einn af máttarstólpum Liverpool liðsins þegar Bob Paisley stjórnaði því.
Fairclough er gríðarlega hrifinn af frammistöðu Meireles, eftir að Kenny Dalglish tók við liðinu.
,,Meireles er góður leikmaður, maður sá það strax og hann kom, en hann hefur algjörlega blómstrað eftir að Kenny tók við og það hefur hreinlega verið magnað að fylgjast með honum."
,,Hann berst vel inni á vellinum og er mjög útsjónarsamur og ákveðinn. Hlaupið sem hann átti fyrir markið gegn Chelsea um daginn var t.d. alveg magnað. Hann var úti við hliðarlínuna augnabliki áður en hann skoraði! Það sýnir hvað viljinn og útsjónarsemin er mikil. Hann veit hvert hann á að fara og kemur sér þangað á tilsettum tíma."
Sendingarnar, skotin og ekki síst hlaupin minna mig mjög á Terry Mac og það er aldeilis ekki leiðum að líkjast! Terry var stórkostlegur miðjumaður og hann skoraði mörg gríðarlega mikilvæg og eftirminnileg mörk og mörg þeirra komu einmitt eftir vel úthugsuð hlaup inn í eyður sem aðrir komu ekki auga á. Þeir eru mjög líkir að þessu leyti."
,,Svo er Meireles greinilega magnaður skotmaður og hefur verið óstöðvandi síðan hann skoraði gegn Everton. Það er náttúrlega alveg frábært fyrir liðið að fleiri ógni markinu en bara framherjarnir og Gerrard. Við höfum ekki fengið mikið af mörkum frá öðrum á miðjunni en Gerrard hingað til þannig að þetta er kærkomin viðbót. Maxi hefur sett nokkur mörk, en hefur líka verið óheppinn, Dirk Kuyt mætti alveg skora meira þannig að það kemur engin svakaleg ógn af köntunum heldur. Ef fleiri leikmenn fara að skora reglulega eins og Meireles þá erum við auðvitað miklu hættulegri."
,,Það hefur verið gaman að sjá hve vel Dalglish hefur treyst Meireles. Hann hefur sett hann í aðalhlutverk inni á miðjunni og Portúgalinn hefur algjörlega staðið undir því og launað stjóranum traustið með nokkrum glæsilegum mörkum og mjög traustri frammistöðu."
Annar leikmaður sem Fairclough segir að hafi tekið framförum undir stjórn Dalglish er Daniel Agger, en hann hefur verið
frá keppni vegna lítilsháttar meiðsla síðan í vináttulandsleik Dana og Englendinga á dögunum. Hann gæti þó jafnvel verið orðinn leikfær fyrir seinni leikinn gegn Sparta Prag í Evrópudeildinni á fimmtudag.
Fairclough segir að Daninn passi vel inn í leikskipulag Kenny Dalglish.
,,Dalglish mun örugglega treysta mikið á Agger. Hann er leikmaður að hans skapi. Öruggur miðvörður sem er ekki feiminn við að spila boltanum eins og maður. Þegar Liverpool hefur gengið sem best höfum við alltaf verið með svoleiðis miðverði. Ef við förum aftur til þess tíma sem ég var að byrja með liðinu þá höfðum við Tommy Smith og Emlyn Hughes og þeir voru aldrei feimnir við að taka þátt í spilinu. Við höfum haft fleiri slíka menn og nú hefur Agger bæst í hópinn."
,,Hann fékk ekki að leika sinn leik undir stjórn Roy Hodgson, en Kenny treystir honum og Daninn hefur svo sannarlega staðið undir því trausti. Það er mjög mikilvægt að hafa miðvörð í liðinu sem getur borið boltann upp ef svo ber undir. Mann sem líður vel með boltann og getur skilað honum frá sér án vandræða."
,,Þetta er akkurat það sem Kenny vill. Hann vill að allir sem eru inná vellinum geti spilað fótbolta og séu tilbúnir til þess. Agger og Meireles eru greinilega menn að hans skapi , enda eru þeir góðir spilarar. Því fleiri slíka menn sem við höfum í liðinu, því betri möguleika höfum við", segir gamla hetjan Fairclough að lokum.
Fairclough er gríðarlega hrifinn af frammistöðu Meireles, eftir að Kenny Dalglish tók við liðinu.
,,Meireles er góður leikmaður, maður sá það strax og hann kom, en hann hefur algjörlega blómstrað eftir að Kenny tók við og það hefur hreinlega verið magnað að fylgjast með honum."
,,Hann berst vel inni á vellinum og er mjög útsjónarsamur og ákveðinn. Hlaupið sem hann átti fyrir markið gegn Chelsea um daginn var t.d. alveg magnað. Hann var úti við hliðarlínuna augnabliki áður en hann skoraði! Það sýnir hvað viljinn og útsjónarsemin er mikil. Hann veit hvert hann á að fara og kemur sér þangað á tilsettum tíma."
Sendingarnar, skotin og ekki síst hlaupin minna mig mjög á Terry Mac og það er aldeilis ekki leiðum að líkjast! Terry var stórkostlegur miðjumaður og hann skoraði mörg gríðarlega mikilvæg og eftirminnileg mörk og mörg þeirra komu einmitt eftir vel úthugsuð hlaup inn í eyður sem aðrir komu ekki auga á. Þeir eru mjög líkir að þessu leyti."
,,Svo er Meireles greinilega magnaður skotmaður og hefur verið óstöðvandi síðan hann skoraði gegn Everton. Það er náttúrlega alveg frábært fyrir liðið að fleiri ógni markinu en bara framherjarnir og Gerrard. Við höfum ekki fengið mikið af mörkum frá öðrum á miðjunni en Gerrard hingað til þannig að þetta er kærkomin viðbót. Maxi hefur sett nokkur mörk, en hefur líka verið óheppinn, Dirk Kuyt mætti alveg skora meira þannig að það kemur engin svakaleg ógn af köntunum heldur. Ef fleiri leikmenn fara að skora reglulega eins og Meireles þá erum við auðvitað miklu hættulegri."
,,Það hefur verið gaman að sjá hve vel Dalglish hefur treyst Meireles. Hann hefur sett hann í aðalhlutverk inni á miðjunni og Portúgalinn hefur algjörlega staðið undir því og launað stjóranum traustið með nokkrum glæsilegum mörkum og mjög traustri frammistöðu."
Annar leikmaður sem Fairclough segir að hafi tekið framförum undir stjórn Dalglish er Daniel Agger, en hann hefur verið
frá keppni vegna lítilsháttar meiðsla síðan í vináttulandsleik Dana og Englendinga á dögunum. Hann gæti þó jafnvel verið orðinn leikfær fyrir seinni leikinn gegn Sparta Prag í Evrópudeildinni á fimmtudag.
Fairclough segir að Daninn passi vel inn í leikskipulag Kenny Dalglish.
,,Dalglish mun örugglega treysta mikið á Agger. Hann er leikmaður að hans skapi. Öruggur miðvörður sem er ekki feiminn við að spila boltanum eins og maður. Þegar Liverpool hefur gengið sem best höfum við alltaf verið með svoleiðis miðverði. Ef við förum aftur til þess tíma sem ég var að byrja með liðinu þá höfðum við Tommy Smith og Emlyn Hughes og þeir voru aldrei feimnir við að taka þátt í spilinu. Við höfum haft fleiri slíka menn og nú hefur Agger bæst í hópinn."
,,Hann fékk ekki að leika sinn leik undir stjórn Roy Hodgson, en Kenny treystir honum og Daninn hefur svo sannarlega staðið undir því trausti. Það er mjög mikilvægt að hafa miðvörð í liðinu sem getur borið boltann upp ef svo ber undir. Mann sem líður vel með boltann og getur skilað honum frá sér án vandræða."
,,Þetta er akkurat það sem Kenny vill. Hann vill að allir sem eru inná vellinum geti spilað fótbolta og séu tilbúnir til þess. Agger og Meireles eru greinilega menn að hans skapi , enda eru þeir góðir spilarar. Því fleiri slíka menn sem við höfum í liðinu, því betri möguleika höfum við", segir gamla hetjan Fairclough að lokum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan