| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Fabio Aurelio frá í mánuð!
Fabio Aurelio meiddist aftan í læri í leiknum gegn Manchester United og mun verða frá keppni í mánuð.
Peter Brukner yfirlæknir Liverpool greinir frá þessu í viðtali við Liverpoolfc.tv í dag.
,,Því miður eru meiðsl Aurelio nokkuð alvarleg. Hann er tognaður aftan í læri og mun líklega ekkert geta spilað næsta mánuðinn eða svo. Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir hann því hann er nýkominn af stað eftir erfið meiðsli. Hann er vitanlega niðurbrotinn, enda hefur hann staðið sig vel eftir að hann kom til baka."
,,Við erum mjög meðvitaðir um ástandið á honum og höfum reynt að fara varlega af stað með hann, en þessi meiðsli eru ekki í neinum tegslum við gömlu meiðslin. Svona getur alltaf gerst og því miður varð Aurelio fyrir því óláni að meiðast með þessum hætti á sunnudaginn."
Meiðslin eru sömu gerðar og þau sem Martin Kelly varð fyrir gegn West Ham United á dögunum. Hann er á batavegi en verður ekki leikfær í bili. Fabio og Martin geta ekki leikið gegn Braga á fimmtudagskvöldið og það sama á við um þá Daniel Agger og Jonjo Shelvey.
Peter Brukner yfirlæknir Liverpool greinir frá þessu í viðtali við Liverpoolfc.tv í dag.
,,Því miður eru meiðsl Aurelio nokkuð alvarleg. Hann er tognaður aftan í læri og mun líklega ekkert geta spilað næsta mánuðinn eða svo. Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir hann því hann er nýkominn af stað eftir erfið meiðsli. Hann er vitanlega niðurbrotinn, enda hefur hann staðið sig vel eftir að hann kom til baka."
,,Við erum mjög meðvitaðir um ástandið á honum og höfum reynt að fara varlega af stað með hann, en þessi meiðsli eru ekki í neinum tegslum við gömlu meiðslin. Svona getur alltaf gerst og því miður varð Aurelio fyrir því óláni að meiðast með þessum hætti á sunnudaginn."
Meiðslin eru sömu gerðar og þau sem Martin Kelly varð fyrir gegn West Ham United á dögunum. Hann er á batavegi en verður ekki leikfær í bili. Fabio og Martin geta ekki leikið gegn Braga á fimmtudagskvöldið og það sama á við um þá Daniel Agger og Jonjo Shelvey.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan