Dirk segir frá þrennunni
Dirk Kuyt skaut Manchester United í kaf með þremur mörkum á sunnudaginn. Þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar hat-trick eftir að hann kom til Liverpool. Honum segist svo frá mörkunum þremur.
,,Fyrsta markið var ótrúlegt og Luis sýndi svipaða töfra og hann gerði gegn West Ham í síðustu viku þegar hann lagði upp mark fyrir Glen Johnson. Ég vildi láta boltann fara en ég var ekki viss hvort hann færi inn og vildi ekki taka neina áhættu. Hann átti þó markið frekar en ég.",,Annað markið skoraði ég nú bara af því ég var á réttum stað."
,,Það var magnað andartak þegar ég skoraði þriðja markið. Það er alltaf einstakt að skora þrennu fyrir félagið þitt en það var alveg frábært að skora fyrir framan The Kop og fagna með stuðningsmönnunum okkar."
Dirk Kuyt fagnar, á myndinni hér að ofan, þriðja marki sínu í leiknum. Þessi mörk hans voru þau fyrstu sem hann skorar gegn Manchester United eftir að hann kom til Liverpool. Þetta var svo auðvitað fyrsta þrenna Dirk í búningi Liverpool. Hún kom sannarlega á besta tíma!-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!