| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Dalglish opinn fyrir Aquilani
Kenny Dalglish segist vel geta hugsað sér að nota Alberto Aquilani á næsta tímabili. Ítalinn hefur staðið sig vel með Juventus í vetur.
Rafa Benítez keypti Aquilani fyrir 17 milljónir punda fyrir leiktíðina 2009-2010 en Roy Hodgson ákvað að senda hann til Ítalíu í ágúst þar sem Aquilani hefur verið í láni hjá Juventus alla þessa leiktíð.
Hann hefur verið fastamaður í liði Juve og hefur staðið sig það vel að hann er aftur kominn í ítalska landsliðið.
Juventus hefur lýst áhuga á að kaupa hann en liðin hafa ekki enn náð saman um kaupverð. Í samningi Aquilani við Liverpool mun vera klásúla þess efnis að hann megi fara fyrir 16 milljónir evra, sem er í kringum 14 milljónir punda. Talið er að ítalska félagið sé ekki tilbúið til að greiða þá upphæð.
Kenny Dalglish segir að það sé ekkert öruggt að Aquilani verði um kyrrt í heimalandinu.
,,Ég er hissa á því að fólk nefni aldrei Alberto þegar talið berst að næsta tímabili. Þegar lánssamningur hans við Juventus rennur út verður hann aftur leikmaður Liverpool. Hann getur nýst okkur vel, enda flinkur leikmaður", segir Kenny Dalglish aðspurður um framtíð Ítalans.
,,Hann átti ágæta spretti á síðasta tímabili. Hann sýndi oft hvað í hann er spunnið, en hann átti slakari spretti inn á milli. Það er ekkert óeðlilegt þegar leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref í nýrri deild. Hann var að mínu mati frekar óheppinn, en hann hefur spilað mjög vel á Ítalíu í vetur og er klárlega flinkur leikmaður sem við getum vel notað."
Aquilani sjálfur hefur þó margoft lýst því yfir að hann vilji helst af öllu vera áfram hjá Juventus.
,,Mér líður vel í Torino og mér hefur gengið vel að spila með Juve", segir Aquilani. ,,Það er líka góð tilfinning að komast í gegnum heilt tímabil án þess að meiðast. Ég vil vera hér eins lengi og ég get."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan