| Sf. Gutt
TIL BAKA
Loksins sigur gegn Birmingham!
Kenny Dalglish tókst það sem tveimur síðustu framkvæmdastjórum, Rafael Benítez og Roy Hodgson, á undan honum mistókst í deildarleik. Hann stýrði Liverpool til sigurs gegn Birmingham City og það stórsigri. Liverpool burstaði Deildarbikarmeistarana 5:0 á Anfield Road og vann þar með stærsta sigur sinn á keppnistímabilinu.
Andy Carroll var ekki leikfær og Maxi Rodriguez kom inn í liðið í hans stað. Argentínumaðurinn hefur ekkert leikið að undanförnu og hann átti eftir að láta að sér kveða svo um munaði. Ungu piltarnir, John Flanagan og Jack Robinson, voru bakverðir og léku eins og þeir væru búnir að vera þar í áraraðir.
Liverpool fékk óskabyrjun og komst yfir á 7. mínútu. Jay Spearing, sem var öflugur á miðjunni, náði föstu skoti utan vítateigs sem Ben Foster náði ekki að halda. Maxi Rodriguez var með fullri meðvitund, náði frákastinu og skilaði boltanum í markið við markteiginn. Í kjölfarið á markinu reyndu gestirnir nokkrum sinnum að ógna marki Liverpool en kraft vantaði í tilraunir þeirra og það gerðist svo sem fátt þar til Liverpool tvöfaldaði forystuna á 23. mínútu.
Jose Reina sendi boltann langt fram. Raul Meireles skallaði boltann aftur fyrir sig fram á Luis Suarez sem komst einn í gegn. Ben kom út á móti honum og varði en boltinn hrökk til Dirk Kuyt. Ben var enn til varnar en Dirk fékk boltann aftur og nú náði hann að skora með nákvæmu skoti. Enn skorar Dirk og hann verður markakóngur Liverpool í ár.
Á 30. mínútu komst Maxi inn á vítateiginn hægra megin. Hann renndi boltanum út í vítateiginn þar sem Raul var kominn en varnarmaður komst fyrir skot hans sem líklega hefði endað í markinu. Um níu mínútum seinna hefði Liverpool getað fengið tvær vítaspyrnur í sömu sókninni. Fyrst var stjakað við Dirk sem féll við og hann er ekki leikari og svo átti Maxi skot sem Stephen Carr varði með hendi. Ekkert var dæmt.
Fimm mínútum fyrir leikhlé varð Ben Foster að fara af velli en hann meiddist í aðdraganda marksins sem Dirk skoraði. Í hans stað kom Colin Doyle. Hann var heppinn tveimur mínútum eftir að hann kom inn á en þá skallaði Dirk framhjá úr upplögðu færi eftir aukaspyrnu frá Raul. Þar hefði sá hollenski átt að hitta markið. Á lokamínútunni komst Luis, sem var alltaf ógnandi, inn á vítateiginn en skot hans fór beint á Colin sem varði. Staðan var samt góð þegar leikhlé kom og útlit mjög gott á fyrsta sigri Liverpool á Birmingham í áraraðir.
Síðari hálfleikur var lengi vel dauflegur og fyrstu tíðindin voru þau að Liverpool gerði út um leikinn á 66. mínútu. Martin Skrtel sendi góða sendingu fram á Luis. Hann fékk boltann, leit upp og sendi hárnákvæma sendingu frá hægri á Maxi sem þakkaði gott boð og skoraði af stuttu færi. Sex mínútum seinna fullkomnaði Maxi þrennu sína. Eftir góða sókn átti hann skot sem Colin varði. Dirk reyndi að ná frákastinu en varnarmaður kom í veg fyrir það en boltinn hrökk frá þeim á Maxi sem renndi boltanum örugglega í markið. Frábært hjá Maxi og samstaða liðsins nú til dags kom vel í ljós hversu innilega honum var fagnað.
Þegar stundarfjórðungur var eftir kom eitt af þessum mögnuðu augnablikum sem gerast bara í Musterinu. Stuðningsmenn Liverpool hófu þá að syngja nafn Gerard Houllier sem nú dvelur á sjúkrahúsi. Magnað!
Tvö langskot frá Birmingham fóru beint á Jose sem kýldi boltann frá í bæði skiptin. Hann átti svo stóran þátt í síðasta marki dagsins. Hann hóf sókn með útkasti á Dirk sem kom boltanum fram á Joe Cole. Hann kom sér í skotstöðu hægra megin í vítateignum áður en hann skoraði neðst í bláhornið. Colin hefði átt að verja en Joe var rétt sama og fagnaði aðeins tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Stærsti sigur leiktíðarinnar var staðfestur og kannski er ekki útlokað, eftir allt saman, að ná Evrópusæti. Hvernig sem það er þá fóru allir heim frá Anfield með bros á vör og geta hlakkað til komandi páskahátíðar.
Liverpool: Reina, Flanagan, Carragher, Skrtel, Robinson (Shelvey 78. mín.), Meireles (Cole 84. mín.), Spearing, Leiva, Rodriguez (Ngog 89. mín.), Kuyt og Suarez. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kyrgiakos, Poulsen og Coady.
Mörk Liverpool: Maxi Rodriguez (7., 66. og 73. mín.), Dirk Kuyt (23. mín.) og Joe Cole (86. mín.).
Gult spjald: Jack Robinson.
Birmingham City: Foster (Doyle 40. mín.), Carr, Johnson, Jiranek, Ridgewell, Larsson, Bowyer, Gardner (Phillips 79. mín.), Fahey, Hleb (Bentley 67. mín.) og Jerome. Ónotaðir varamenn: Derbyshire, Parnaby, Beausejour og Davies.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.734.
Maður leiksins: Maxi Rodriguez. Argentínumaðurinn hefur ekkert komið við sögu í síðustu leikjum en hann lét hressilega til sín taka loksins þegar röðin var komin að honum. Hann afgreiddi mörkin frábærlega og átti að auki lipra spretti.
Kenny Dalglish: Við verðskulduðum sannarlega að fá öll stigin. Kannski var fimm marka sigur í stærra lagi en það eitt veit ég að við spiluðum stórgóða knattspyrnu á köflum. Leikmennirnir veita mér gleði og ánægju. Ég gleðst jafn mikið fyrir þeirra hönd og mína því ég veit alveg hversu hart þeir lögðu að sér í vikunni. Við getum bara gert það sem við getum gert. Við getum ekki náð stigum af Spurs fyrr en þeir koma hingað. Við einbeitum okkur bara að næsta leik sem er við Newcastle United.
Fróðleikur.
- Liverpool vann þarna stærsta sigurinn á keppnistímabilinu.
- Maxi Rodriguez skoraði þrennu og hefur nú skorað sex mörk á sparktíðinni.
- Dirk Kuyt skoraði í þrettánda sinn á keppnistímabilinu. Markið í dag var sjöunda mark hans í síðustu sex deildarleikjum.
- Joe Cole skoraði þriðja mark sitt fyrir Liverpool.
- Í byrjunarliði Liverpool voru fjórir heimaaldir leikmenn, Jamie Carragher, Jay Spearing, John Flanagan og Jack Robinson.
- Tveir þeirra, John og Jack, eru ennþá táningar og gætu verið að spila með undir 18 ára liðinu um þessar mundir.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool á Birmingham frá því vorið 2004.
- Þetta var 100. deildarleikur liðanna. Liverpool hefur unnið 47, Birmingham 28 og jafnteflin eru 25.
- Kenny Dalglish hefur tvisvar áður stjórnað Liverpool gegn Birmingham í deildarleik. Það var leiktíðina 1985/86. Þeir leikir fóru 5:0 og 2:0. Markatala Kóngsins gegn Birmingham er því samtals 12:0!
- Það er til siðs að menn sem alla jafna hafa sig ekki mikið í frammi fyrir framan markið skori þrennu gegn Birmingham. Í dag var það Maxi en í 5:0 leiknum 1986 var það varnarjaxlinn Gary Gillespie!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish.
Hér er viðtal við Dirk Kuyt.
Andy Carroll var ekki leikfær og Maxi Rodriguez kom inn í liðið í hans stað. Argentínumaðurinn hefur ekkert leikið að undanförnu og hann átti eftir að láta að sér kveða svo um munaði. Ungu piltarnir, John Flanagan og Jack Robinson, voru bakverðir og léku eins og þeir væru búnir að vera þar í áraraðir.
Liverpool fékk óskabyrjun og komst yfir á 7. mínútu. Jay Spearing, sem var öflugur á miðjunni, náði föstu skoti utan vítateigs sem Ben Foster náði ekki að halda. Maxi Rodriguez var með fullri meðvitund, náði frákastinu og skilaði boltanum í markið við markteiginn. Í kjölfarið á markinu reyndu gestirnir nokkrum sinnum að ógna marki Liverpool en kraft vantaði í tilraunir þeirra og það gerðist svo sem fátt þar til Liverpool tvöfaldaði forystuna á 23. mínútu.
Jose Reina sendi boltann langt fram. Raul Meireles skallaði boltann aftur fyrir sig fram á Luis Suarez sem komst einn í gegn. Ben kom út á móti honum og varði en boltinn hrökk til Dirk Kuyt. Ben var enn til varnar en Dirk fékk boltann aftur og nú náði hann að skora með nákvæmu skoti. Enn skorar Dirk og hann verður markakóngur Liverpool í ár.
Á 30. mínútu komst Maxi inn á vítateiginn hægra megin. Hann renndi boltanum út í vítateiginn þar sem Raul var kominn en varnarmaður komst fyrir skot hans sem líklega hefði endað í markinu. Um níu mínútum seinna hefði Liverpool getað fengið tvær vítaspyrnur í sömu sókninni. Fyrst var stjakað við Dirk sem féll við og hann er ekki leikari og svo átti Maxi skot sem Stephen Carr varði með hendi. Ekkert var dæmt.
Fimm mínútum fyrir leikhlé varð Ben Foster að fara af velli en hann meiddist í aðdraganda marksins sem Dirk skoraði. Í hans stað kom Colin Doyle. Hann var heppinn tveimur mínútum eftir að hann kom inn á en þá skallaði Dirk framhjá úr upplögðu færi eftir aukaspyrnu frá Raul. Þar hefði sá hollenski átt að hitta markið. Á lokamínútunni komst Luis, sem var alltaf ógnandi, inn á vítateiginn en skot hans fór beint á Colin sem varði. Staðan var samt góð þegar leikhlé kom og útlit mjög gott á fyrsta sigri Liverpool á Birmingham í áraraðir.
Síðari hálfleikur var lengi vel dauflegur og fyrstu tíðindin voru þau að Liverpool gerði út um leikinn á 66. mínútu. Martin Skrtel sendi góða sendingu fram á Luis. Hann fékk boltann, leit upp og sendi hárnákvæma sendingu frá hægri á Maxi sem þakkaði gott boð og skoraði af stuttu færi. Sex mínútum seinna fullkomnaði Maxi þrennu sína. Eftir góða sókn átti hann skot sem Colin varði. Dirk reyndi að ná frákastinu en varnarmaður kom í veg fyrir það en boltinn hrökk frá þeim á Maxi sem renndi boltanum örugglega í markið. Frábært hjá Maxi og samstaða liðsins nú til dags kom vel í ljós hversu innilega honum var fagnað.
Þegar stundarfjórðungur var eftir kom eitt af þessum mögnuðu augnablikum sem gerast bara í Musterinu. Stuðningsmenn Liverpool hófu þá að syngja nafn Gerard Houllier sem nú dvelur á sjúkrahúsi. Magnað!
Tvö langskot frá Birmingham fóru beint á Jose sem kýldi boltann frá í bæði skiptin. Hann átti svo stóran þátt í síðasta marki dagsins. Hann hóf sókn með útkasti á Dirk sem kom boltanum fram á Joe Cole. Hann kom sér í skotstöðu hægra megin í vítateignum áður en hann skoraði neðst í bláhornið. Colin hefði átt að verja en Joe var rétt sama og fagnaði aðeins tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Stærsti sigur leiktíðarinnar var staðfestur og kannski er ekki útlokað, eftir allt saman, að ná Evrópusæti. Hvernig sem það er þá fóru allir heim frá Anfield með bros á vör og geta hlakkað til komandi páskahátíðar.
Liverpool: Reina, Flanagan, Carragher, Skrtel, Robinson (Shelvey 78. mín.), Meireles (Cole 84. mín.), Spearing, Leiva, Rodriguez (Ngog 89. mín.), Kuyt og Suarez. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kyrgiakos, Poulsen og Coady.
Mörk Liverpool: Maxi Rodriguez (7., 66. og 73. mín.), Dirk Kuyt (23. mín.) og Joe Cole (86. mín.).
Gult spjald: Jack Robinson.
Birmingham City: Foster (Doyle 40. mín.), Carr, Johnson, Jiranek, Ridgewell, Larsson, Bowyer, Gardner (Phillips 79. mín.), Fahey, Hleb (Bentley 67. mín.) og Jerome. Ónotaðir varamenn: Derbyshire, Parnaby, Beausejour og Davies.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.734.
Maður leiksins: Maxi Rodriguez. Argentínumaðurinn hefur ekkert komið við sögu í síðustu leikjum en hann lét hressilega til sín taka loksins þegar röðin var komin að honum. Hann afgreiddi mörkin frábærlega og átti að auki lipra spretti.
Kenny Dalglish: Við verðskulduðum sannarlega að fá öll stigin. Kannski var fimm marka sigur í stærra lagi en það eitt veit ég að við spiluðum stórgóða knattspyrnu á köflum. Leikmennirnir veita mér gleði og ánægju. Ég gleðst jafn mikið fyrir þeirra hönd og mína því ég veit alveg hversu hart þeir lögðu að sér í vikunni. Við getum bara gert það sem við getum gert. Við getum ekki náð stigum af Spurs fyrr en þeir koma hingað. Við einbeitum okkur bara að næsta leik sem er við Newcastle United.
Fróðleikur.
- Liverpool vann þarna stærsta sigurinn á keppnistímabilinu.
- Maxi Rodriguez skoraði þrennu og hefur nú skorað sex mörk á sparktíðinni.
- Dirk Kuyt skoraði í þrettánda sinn á keppnistímabilinu. Markið í dag var sjöunda mark hans í síðustu sex deildarleikjum.
- Joe Cole skoraði þriðja mark sitt fyrir Liverpool.
- Í byrjunarliði Liverpool voru fjórir heimaaldir leikmenn, Jamie Carragher, Jay Spearing, John Flanagan og Jack Robinson.
- Tveir þeirra, John og Jack, eru ennþá táningar og gætu verið að spila með undir 18 ára liðinu um þessar mundir.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool á Birmingham frá því vorið 2004.
- Þetta var 100. deildarleikur liðanna. Liverpool hefur unnið 47, Birmingham 28 og jafnteflin eru 25.
- Kenny Dalglish hefur tvisvar áður stjórnað Liverpool gegn Birmingham í deildarleik. Það var leiktíðina 1985/86. Þeir leikir fóru 5:0 og 2:0. Markatala Kóngsins gegn Birmingham er því samtals 12:0!
- Það er til siðs að menn sem alla jafna hafa sig ekki mikið í frammi fyrir framan markið skori þrennu gegn Birmingham. Í dag var það Maxi en í 5:0 leiknum 1986 var það varnarjaxlinn Gary Gillespie!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish.
Hér er viðtal við Dirk Kuyt.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan