| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spearing skrifar undir framlengingu
Jay Spearing skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Spearing hefur komið sterkur inní aðalliðið eftir að Kenny Dalglish tók við, hefur spilað 8 leiki og staðið sig gríðarlega vel í þeim flestum. Hann fetar nú í fótspor Lucasar og Dirk Kuyt sem hafa einnig skrifað undir framlengingu við sína samninga.
Damien Comolli notaði tækifæri og hrósaði Spearin í hástert eftir undirskrift samningsins: ,,Hann hefur lagt hart að sér og staðið sig mjög vel. Hann vann sér inn sæti í byrjunarliðinu og hefur sýnt það í síðustu leikjum að hann hefur hæfileikana sem við krefjumst af leikmönnum okkar."
,,Ef ég á að segja satt þá er það ekki aðeins frammistaða hans í síðustu fjórum eða fimm leikjum sem valda því að hann fær nýjan samning. Við höfum verið að talast við lengi óháð því hvað hann er að gera á vellinum. En frammistaða hans var vissulega staðfesting á því að þetta væri hið rétta í stöðunni. Staðfesta hans og ákveðni á vellinum er stórkostlega og síðan hann byrjaði að spila reglulega hefur sendingageta hans orðið betri. Hann sækir meira fram núna og því meira sem hann spilar því meira bætir hann sig. Við teljum að hann sé hluti af framtíð félagsins og þess vegna verðlaunum við hann með nýjum samningi."
,,Hann var hluti af liði sem vann tvo unglingabikara og hann sagði mér þegar hann skrifaði undir að hann hefur verið hjá félaginu síðan hann var sjö ára. Það er frábært fyrir félagið að hafa menn eins og hann því það sýnir öðrum í Akademíunni að ef maður stendur sig vel þá á maður möguleika á því að fá nýjan samning."
Spearing var augljóslega hæstánægður með samninginn og sagði: ,,Ég er ótrúlega ánægður. Ánægður með að hafa loksins skrifað undir og hafa klárað málið. Ég hef verið hér lengi og að spila fyrir Liverpool er það eina sem mig hefur alltaf langað til að gera, vonandi get ég haldið því áfram núna."
,,Þetta hefur verið lengi að gerast. Ég hef verið í bakgrunni og viðloðinn aðalliðið og kannski ekki oft fengið tækifæri í byrjunarliði, en nú er ég að fá þau tækifæri og hef getað sýnt ástríðu mína og staðfestu við félagið. Ég skulda stjóranum mikið og vonandi er ég að endurgjalda honum með því hvernig ég er að spila. Hann setti mig beint inní byrjunarliðið fyrir nágrannaslaginn og það gaf mér mikið sjálfstraust. Allir leikmenn sem njóta trausts stjóra síns vilja alltaf sýna sig og sanna fyrir honum."
,,Með tilkomu nýs stjóra og hvernig við höfum verið að spila má segja að síðustu mánuðir hafa verið frábærir fyrir mig og þetta toppar það alltsaman."
Damien Comolli notaði tækifæri og hrósaði Spearin í hástert eftir undirskrift samningsins: ,,Hann hefur lagt hart að sér og staðið sig mjög vel. Hann vann sér inn sæti í byrjunarliðinu og hefur sýnt það í síðustu leikjum að hann hefur hæfileikana sem við krefjumst af leikmönnum okkar."
,,Ef ég á að segja satt þá er það ekki aðeins frammistaða hans í síðustu fjórum eða fimm leikjum sem valda því að hann fær nýjan samning. Við höfum verið að talast við lengi óháð því hvað hann er að gera á vellinum. En frammistaða hans var vissulega staðfesting á því að þetta væri hið rétta í stöðunni. Staðfesta hans og ákveðni á vellinum er stórkostlega og síðan hann byrjaði að spila reglulega hefur sendingageta hans orðið betri. Hann sækir meira fram núna og því meira sem hann spilar því meira bætir hann sig. Við teljum að hann sé hluti af framtíð félagsins og þess vegna verðlaunum við hann með nýjum samningi."
,,Hann var hluti af liði sem vann tvo unglingabikara og hann sagði mér þegar hann skrifaði undir að hann hefur verið hjá félaginu síðan hann var sjö ára. Það er frábært fyrir félagið að hafa menn eins og hann því það sýnir öðrum í Akademíunni að ef maður stendur sig vel þá á maður möguleika á því að fá nýjan samning."
Spearing var augljóslega hæstánægður með samninginn og sagði: ,,Ég er ótrúlega ánægður. Ánægður með að hafa loksins skrifað undir og hafa klárað málið. Ég hef verið hér lengi og að spila fyrir Liverpool er það eina sem mig hefur alltaf langað til að gera, vonandi get ég haldið því áfram núna."
,,Þetta hefur verið lengi að gerast. Ég hef verið í bakgrunni og viðloðinn aðalliðið og kannski ekki oft fengið tækifæri í byrjunarliði, en nú er ég að fá þau tækifæri og hef getað sýnt ástríðu mína og staðfestu við félagið. Ég skulda stjóranum mikið og vonandi er ég að endurgjalda honum með því hvernig ég er að spila. Hann setti mig beint inní byrjunarliðið fyrir nágrannaslaginn og það gaf mér mikið sjálfstraust. Allir leikmenn sem njóta trausts stjóra síns vilja alltaf sýna sig og sanna fyrir honum."
,,Með tilkomu nýs stjóra og hvernig við höfum verið að spila má segja að síðustu mánuðir hafa verið frábærir fyrir mig og þetta toppar það alltsaman."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan