| Sf. Gutt
TIL BAKA
Gleði hjá Daniel Pacheco
Daniel Pacheco endaði lánsdvöl sína hjá Norwich City á gleðilegan hátt. Norwich er komið upp í efstu deild og Daniel lagði sitt af mörkum. Þess má geta að Zak Whitbread, fyrrum leikmaður Liverpool, lék með Norwich á þessu keppnistímabili.
Norwich City endaði í öðru sæti í næst efstu deild á eftir Queens Park Rangers.
Fyrr í vikunni vann Norwich 0:1 útisigur í Portsmouth og sá sigur kom liðinu upp í efstu deild. Í dag var svo fagnað á Carrow Road eftir síðasta deildarleikinn.
Norwich gerði 2:2 jafntefli við Coventry og skoraði Daniel seinna mark síns liðs eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var annað mark hans fyrir Norwich. Hann var svo nærri að tryggja Norwich sigur en skot hans úr aukaspyrnu fór í þverslá.
Daniel mun nú snúa aftur til Liverpool enda er keppnistímabilið búið hjá Norwich City. Það verður áhugavert að sjá hvort hann nær að koma meira við sögu aðalliðs Liverpool á næsta keppnistímabili en hingað til. Víst er að lánsdvölin hjá Norwich hefur gert honum gott.
Hér má sjá myndir af Liverpoolfc.tv þegar Daniel Pacheco fagnaði eftir leikinn við Portsmouth.
Hér eru myndir úr leik Norwich og Coventry af vefsíðu BBC.
Norwich City endaði í öðru sæti í næst efstu deild á eftir Queens Park Rangers.
Fyrr í vikunni vann Norwich 0:1 útisigur í Portsmouth og sá sigur kom liðinu upp í efstu deild. Í dag var svo fagnað á Carrow Road eftir síðasta deildarleikinn.
Norwich gerði 2:2 jafntefli við Coventry og skoraði Daniel seinna mark síns liðs eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var annað mark hans fyrir Norwich. Hann var svo nærri að tryggja Norwich sigur en skot hans úr aukaspyrnu fór í þverslá.
Daniel mun nú snúa aftur til Liverpool enda er keppnistímabilið búið hjá Norwich City. Það verður áhugavert að sjá hvort hann nær að koma meira við sögu aðalliðs Liverpool á næsta keppnistímabili en hingað til. Víst er að lánsdvölin hjá Norwich hefur gert honum gott.
Hér má sjá myndir af Liverpoolfc.tv þegar Daniel Pacheco fagnaði eftir leikinn við Portsmouth.
Hér eru myndir úr leik Norwich og Coventry af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan