| Grétar Magnússon

Reina er bestur í heimi

Kenny Dalglish er ekkert að spara hrósið þegar hann talar um Pepe Reina.  Hann telur einfaldlega að Reina sé besti markvörður í heimi en Spánverjinn mun í kvöld spila sinn 150. deildarleik í röð fyrir félagið.

Er það sjöunda lengsta leikjahrina í sögu félagsins, Dalglish segir í tilefni af þessum áfanga Reina að þetta sýni og sanni að hann sé sá besti í heimi.

,,Þetta er stórkostlega fyrir Pepe.  Það er frábært fyrir hann að spila 150 leiki í röð.  Hann er markvörður okkar og það er mikilvægt að hann missi ekki marga leiki úr.  Frammistaða hans hér hefur verið frábær.  Ég er viss um að þetta sé áfangi sem hann muni hugsa hlýlega til."

,,Hann hefur mikil áhrif á okkur.  Hann heldur ekki bara markinu hreinu iðulega - heldur býr hann til færi fyrir samherja sína.  Það er frábært að hafa hann á milli stanganna, og ég verð að segja að ef hann er ekki sá besti - þá þætti mér gaman að sjá þann markmann sem er betri en hann."

Í kvöld (mánudagskvöld) mæta leikmenn á Craven Cottage til að spila við Fulham og auka möguleika sinn á því að ná fimmta sætinu í deildinni.  Ef Dirk Kuyt skorar í leiknum verður hann fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að skora í fimm deildarleikjum í röð síðan enska Úrvalsdeildin var sett á laggirnar.  Sá sem náði þessum áfanga síðast var John Aldridge í mars 1989.

Dalglish bætti við:  ,,Það væri frábært fyrir Dirk að skora.  Ég held að Aldo hafi verið sá síðasti sem náði þessum áfanga og það gerðist nokkrum árum áður en Úrvalsdeildin varð til.  Ef Dirk getur náð þessum áfanga þá væri það glæsilegt.  Hann er í frábæru formi um þessar mundir.  Hann hefur skorað nokkur af þessum mörkum úr vítaspyrnum en það þarf hugrakkan mann til að taka þessi víti.  Hann hefur heldur betur skorað örugglega úr þeim líka, þannig að ef hann heldur áfram að skora þá er það ekki vandamál fyrir okkur."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan