| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spearing kallaður í U-21 hóp Englands
Jay Spearing var í dag kallaður upp í 40 manna æfingahóp enska U-21 árs landsliðsins fyrir lokakeppni Evrópumóts landsliða í Danmörku í sumar. Hann kemur í hópinn í stað Mark Davies hjá Bolton sem er meiddur.
Spearing hefur staðið sig gríðarlega vel á miðjunni hjá Liverpool á undanförnum vikum og hefur byrjað inná í síðustu sjö leikjum í deildinni þar sem liðið hefur klifrað upp í fimmta sæti deildarinnar.
Spearing hefur allt í allt leikið 18 leiki fyrir aðalliðið á tímabilinu og þó að hann sé orðinn 22 ára er hann gjaldgengur með enska U-21 árs liðinu þar sem hann var á réttum aldri þegar undankeppnin byrjaði.
Spearing slæst því í hópinn með Andy Carroll en eins og áður hefur komið fram var hann kallaður í uppruna 40 manna hópinn fyrr í vikunni. Stuart Pearce, landsliðsþjálfari ákveður svo hvaða 23 leikmenn komast í lokakeppni Evrópumótsins.
Englendingar eru ekki í riðli með Íslendingum á mótinu en þeir leika við Úkraínu þann 15. júní og mæta svo Tékkum þann 19. Liðið spilar einn æfingaleik við Noreg áður en mótið hefst en leikurinn verður þann 5. júní.
Enski landsliðshópurinn í heildina er svona:
Markmenn
Frankie Fielding (Blackburn Rovers), Scott Loach (Watford), Jason Steele (Middlesbrough), Alex McCarthy (Reading).
Varnarmenn
Joe Bennett (Middlesbrough), Ryan Bertrand (Chelsea), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jones (Blackburn Rovers), Michael Mancienne (Wolverhampton Wanderers - á láni frá Chelsea), Ben Mee (Leicester City - á láni frá Manchester City), Kyle Naughton (Leicester City - á láni frá Tottenham), Micah Richards (Manchester City), Chris Smalling (Manchester United), James Tomkins (West Ham United), Kieran Trippier (Barnsley - á láni frá Manchester City), Kyle Walker (Aston Villa - á láni frá Tottenham Hotspur).
Miðjumenn
Marc Albrighton (Aston Villa), Jack Cork (Burnley - á láni frá Chelsea), Tom Cleverley (Wigan Athletic - á láni frá Man Utd), Jay Spearing (Liverpool), Adam Hammill (Wolverhampton Wanderers), Jordan Henderson (Sunderland), Jonathan Howson (Leeds United), Adam Lallana (Southampton), Henri Lansbury (Norwich City - á láni frá Arsenal), Josh McEachran (Chelsea), Fabrice Muamba (Bolton Wanderers), Jack Rodwell (Everton), Danny Rose (Tottenham Hotspur), Scott Sinclair (Swansea City), Jack Wilshere (Arsenal).
Framherjar
Andy Carroll (Liverpool), Nathan Delfouneso (Burnley - á láni frá Aston Villa), Gary Hooper (Celtic), Jay Rodriguez (Burnley), Freddie Sears (West Ham United), Daniel Sturridge (Bolton Wanderers - á láni frá Chelsea), James Vaughan (Crystal Palace - á láni frá Everton), Danny Welbeck (Sunderland - á láni frá Man Utd), Connor Wickham (Ipswich Town).
Spearing hefur staðið sig gríðarlega vel á miðjunni hjá Liverpool á undanförnum vikum og hefur byrjað inná í síðustu sjö leikjum í deildinni þar sem liðið hefur klifrað upp í fimmta sæti deildarinnar.
Spearing hefur allt í allt leikið 18 leiki fyrir aðalliðið á tímabilinu og þó að hann sé orðinn 22 ára er hann gjaldgengur með enska U-21 árs liðinu þar sem hann var á réttum aldri þegar undankeppnin byrjaði.
Spearing slæst því í hópinn með Andy Carroll en eins og áður hefur komið fram var hann kallaður í uppruna 40 manna hópinn fyrr í vikunni. Stuart Pearce, landsliðsþjálfari ákveður svo hvaða 23 leikmenn komast í lokakeppni Evrópumótsins.
Englendingar eru ekki í riðli með Íslendingum á mótinu en þeir leika við Úkraínu þann 15. júní og mæta svo Tékkum þann 19. Liðið spilar einn æfingaleik við Noreg áður en mótið hefst en leikurinn verður þann 5. júní.
Enski landsliðshópurinn í heildina er svona:
Markmenn
Frankie Fielding (Blackburn Rovers), Scott Loach (Watford), Jason Steele (Middlesbrough), Alex McCarthy (Reading).
Varnarmenn
Joe Bennett (Middlesbrough), Ryan Bertrand (Chelsea), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jones (Blackburn Rovers), Michael Mancienne (Wolverhampton Wanderers - á láni frá Chelsea), Ben Mee (Leicester City - á láni frá Manchester City), Kyle Naughton (Leicester City - á láni frá Tottenham), Micah Richards (Manchester City), Chris Smalling (Manchester United), James Tomkins (West Ham United), Kieran Trippier (Barnsley - á láni frá Manchester City), Kyle Walker (Aston Villa - á láni frá Tottenham Hotspur).
Miðjumenn
Marc Albrighton (Aston Villa), Jack Cork (Burnley - á láni frá Chelsea), Tom Cleverley (Wigan Athletic - á láni frá Man Utd), Jay Spearing (Liverpool), Adam Hammill (Wolverhampton Wanderers), Jordan Henderson (Sunderland), Jonathan Howson (Leeds United), Adam Lallana (Southampton), Henri Lansbury (Norwich City - á láni frá Arsenal), Josh McEachran (Chelsea), Fabrice Muamba (Bolton Wanderers), Jack Rodwell (Everton), Danny Rose (Tottenham Hotspur), Scott Sinclair (Swansea City), Jack Wilshere (Arsenal).
Framherjar
Andy Carroll (Liverpool), Nathan Delfouneso (Burnley - á láni frá Aston Villa), Gary Hooper (Celtic), Jay Rodriguez (Burnley), Freddie Sears (West Ham United), Daniel Sturridge (Bolton Wanderers - á láni frá Chelsea), James Vaughan (Crystal Palace - á láni frá Everton), Danny Welbeck (Sunderland - á láni frá Man Utd), Connor Wickham (Ipswich Town).
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan